Kirkjuritið - 01.04.1939, Síða 3

Kirkjuritið - 01.04.1939, Síða 3
Kirkjuritið. Trúin á upprisu Krists. Eftir Nathan Söderblom erkibiskup. Upprisa Krists er staðreynd í veraldarsög-unni. Við hvað er átt með orðunum: „Söguleg staðreynd“? Menn hafa fæðst og dáið. Þeir hafa etið og drukkið, unn- ið og hvílst, og margt ber við á hverri stund og hverjum úegi á þessari jörð. En til þess að atburður teljist söguleg staðreynd, verður hann að hafa haft þau áhrif á g'ang sögunnar, að um muni. Það er ekki atburðurinn einn úl af fyrir sig, beldur bæði hann og áhrif hans svo langt °g lengra en augað eygir, sem valda því, að hann getur orðið söguleg staðreynd. Þess vegna liafa fleiri en einn &f mestu sagnfræðingum vorra tíma lýst yfir hvoru- tveggja: „Upprisa Krists er staðreynd í veraldarsögunni,“ °g „Engin staðreynd i veraldarsögunni er áhrifameiri og þar af leiðandi öruggari en upprisa Krists.“ Þessi sögu- skoðun getur ekki dulist neinum þeim, er virðir fyrir sér atburðina eins og þeir gerðust. Lærimeistari Gyðinga frá Nazaret er dæmdur, og deyddur við kvöl og smán fyrir Uppreisn og guðlasl. Lærisveinar lians og aðdáendur tvístr- ast eins og sáð fyrir vindi. Þeir líta svo á, að sér hafi glapnast sýn. Þeir eru úrræðalausir. 1 stað þess, að Messías kæmi fram eins og frelsari og velgerðamaður þjóðar sinn- ar í mætti og dýrð, þá var nafn hans máð út úr annálum þjóðar hans. Þess var aðeins að leita í skýrslum um sakamál. Hann var ekki sá eini, seixi gjört hafði tilkall til þess að vera Messías og lausnari. 1 Nýja testamentinu er-u nefndir uppreisnarmenn: Þevdas, sem 400 manna Uokkur fylgdi, og Júdas frá Galíleu, er fékk fólk til fylgis vxð sig á dögum skrásetningarinnar. Barrabas bafði einnig valdið upphlaupi.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.