Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1939, Qupperneq 12

Kirkjuritið - 01.04.1939, Qupperneq 12
146 Nathan Söderblom: April. Gildi upprisutrúarinnar. Páskar kristinna manna staðfesta sigur Krists. Þegar hann hirtist lærisveinum sínum, þá sýndi hann þeim, að hann var sá, sem koma átti, þrátt fyrir alt og alt. Krossinn var ckki endalokin, heldur upphafið. Nú fyrst tóku læri- sveinarnir að skilja eittlivað köllun Ivrists. Nú tók liann ríki í hjörtum trúrra þjóna sinna. Tóma gröfin hafði verið tákn, sem túlkað var á ýmsa vegu. En drottinn hirtist vinum sínum í upprisunni, þannig að ekki varð um vilst. Þeir fengu þá náð að sjá hann og heyra. Hann var stöðugt liinn krossfesti, með naglaförin i höndum sér og síðu- sárið. En smánin, dauðakvölin og angistin voru á end'a. Drottinn lifsins hafði sigrað dauðann. Hann var hinn sami og áður, en dýrðlegur orðinn og voldugur. Hjörtu þeirra tóku að brenna. Þau halda sífelt áfram að brenna í návist hans. Heimurinn sá tómu gröfina, en ekki lif- andi frelsarann. Páll raðar sönnununum saman í 15. kap- 1. Iíor. Hvað er það, sem fyrir honum vakir? Kristur birt- ist Kefasi, síðan þeim tólf; síðan birtist hann „meira en fimm hundruð hræðrum í einu, sem flestir eru á lífi alt lil ]æssa, en nokkrir eru sofnaðir. Siðan birtist hann Jakohi, því næst postulunum öllum. En síðast allra birtist liann einnig mér, eins og ótimaburði“ (1. Kor. 15, 1—8). Páil telur sjálfan sig með vottunum að upprisunni. Því að Kristur sigraði hann á Damaskusbrautinni. Kristur sann- aði Páli það einnig, að hann væri lifandi. Enginn at- hurður hefir liaft dýpri áhrif á v.eraldarsöguna. Þess- vegna hlýtur sigur Krists yfir dauðanum að vera talinn staðreynd í veraldarsögunni. Hann staðfestir það, að Jesús var sá, sem liann sagðist vera, og að kenning hans var sönn. Páskamorguninn sannar sigur frelsarans og krossins. Hann hefir einnig mikið gildi í sögu einstaklingsins. Hann vekur hann lil djúprar íhugunar um eiginn liag og styrkir trú hans á vald Krists. Trúin á upprisu Krists veitir jafnframt ómetanlegan

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.