Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1939, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.04.1939, Qupperneq 22
156 Bjarni Jónsson: Apríl. Þegar þessi boðskapur nær hjartanu, þá koma páskar, þá rennur sólin upp. Það er ekki í hálfrökkri liorft á gröf- ina. I skærri morgunbirtu eru hlaupandi boðberar á ferð, hin gleðiríkustu tíðindi eru flutt: „Jesús er upprisinn.“ Konurnar gengu út að gröfinni. Þær blustuðu þar ekki á líkræðu. Þær lieyrðu þá páskaræðu, sem aldrei skal gleymast. Þessi páskaræða var slutt, en skýr. Þær heyrðu skýran boðskap. Þann sama boðskap fluttu þær lærisvein- unum. Þessi skýri boðskapur skal nú fluttur. Menn tala um sannanir og heimta tákn. Hér er ekki liægt að gefa sönn- un, sem allir játi, að sé óskeikul. En hér er sönnun anda og kraftar, sú sönnun, sem nær hjartanu. Þó að liægt væri að sanna upprisuna, gæti bjartað verið ósnortið. En því skal bætt við: Enginn getur heldur sannað, að uppris- an hafi ekki ált sér stað. Hér er boðskapur, skýr boðskapur um sigur hans, sem segir: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Þessi boðskapur mætir ávalt neitun vantrúarinnar, sem segir: „Ég horfi á hinn innsiglaða stein.“ En þessi boð- skapur mætir einnig trúnni, sem segir: „Jesús er sannar- lega upprisinn.“ Þessi boðskapur skal aldrei þagna í krist- inni kirkju. Engillinn sagði: „Sjá, ég befi sagt yður það.“ Það var sagt, sem segja átti. Þetta er hlutverk kirkjunnar, þetta er starf prestanna, að flytja mönnum þenna skýra upprisuboðskap og segja: „Sjá, ég liefi sagt yður það“. Ef ég segi ekki frá þessu, þá bregzt ég köllun minni, ]já bregzl ég blýðni trúarinnar. En ég liugsa ekki aðeins um slajldu i þessu sambandi. Ég hugsa um bina miklu gleði, að mega flytja öðrum þennan boðskap. Þegar boðskapurinn nær hjartanu, þá er sönnunin feng- in. Ég trúi að upprisan hafi átt sér stað. Er þetta nóg? Nei, það er ekki nóg. Það er ekki nóg,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.