Kirkjuritið - 01.04.1939, Page 25

Kirkjuritið - 01.04.1939, Page 25
Kirkjuritið. V. V. Sn.: Sjóniannasálmur. 159 Biðjum þess, að boðskajtur páskanna, að boðskapur Jesú Krists nái til mannanna, svo að trúin rísi upp og haldi heilagan páskadag. Tignum Jesúm Ivrist, seni dáinn er, og nieira en það, er upprisinn frá dauðum. Jesús dó. Þar endar hjá mörgum saga lians. En vér, sem trúum á hann, segjum með postulanum: Meira en það, er upprisinn frá dauðum". Jesús er upprisinn. í samfélagi við bann heldur trú vor upprisuhátíð. Þessvegna hljótum vér að eiga gleði- lega páska. Amen. Sjómannasálmur. Er fjallháir brotsjóar falla með gný, er fullrótt þeim einum, sem treyst geta því, að Guð sé þeim næstur, er greinir ei lönd, liann greiði úr vanda, hann rétti þeim liönd. Ef sál vorri’ er órótt, ef angistin slær, þú athvarf ert nauðstöddnm, frelsari kær. Þú líknar, þú bjargar, þú leysir öll bönd, þú lægir hvern hafsjó, þú réttir oss hönd. Hvað getnr oss sakað með Guði á leið? Vér gæzku hans treystum i lífi og deyð. Að óveðra baki sjást ljómandi lönd, — Guð leiðir oss þangað, Guð réttir oss hönd. Þótt vantrúin efist, ég aldregi vil samt efandi spyrja, livort drottinn sé til. Ég veit, það er satt — eins og ljós skín um lönd. Ég lofa þig, Guð minn, og sæl er mín önd! Vald. V. Snævarr.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.