Kirkjuritið - 01.12.1943, Síða 24
326
Selma Lagerlöf.
Nóv.-Des.
þá var leiðarstjarna þeirra allt frá Ansturlöndum horf-
in af himniniun.
Útlendingarnir þrír hrukku við. Þungur þjáninga-
svipur kom á andlit þeim.
— Það sem nú gerðist, liéll sögumaður áfram, kann
að vera gleðilegl að manna dómi, en vist er það, að þeg-
ar stjarnan var liorfin mönnunum þremur, þá skildist
þeim þegar, að þeir höfðu syndgað gegn Guði. Og það
fór uin þá, liclt þurrkurinn áfram með hryllingi, eins og
mörkina á haustin, er regnið mikla hcfst. Þcir skulfu af
ótta eins og fyrir þrumum og eldingum, hjörtu þeirra
milduðust, og auðmýktin kom upp í huganum eins og
grængresi.
Þrjá daga og nætur reikuðu þeir um landið í leit að
barninu, sem þeir áttu að tilhiðja. En stjarnan hirtist
þeim ekki, þeir villtust meir og meir og kenndu sárustu
sorgar og örvæntingar. Þriðju nóttina komu þeir að
hrunninum hérna lil þess að fá sér að drekka. Og þá
höfðu þeir lieðið Guð að fyrirgefa þeim synd þeirra;
þegar þeir þvi lutu yfir vatnið, sáu þeir djúpt niðri
stjörhuna speglast, sem hafði vísað þeim veginn úr
Austurlöndum.
Þegar í stað sáu þeir hana einnig á himninum, og liún
veítti þeim á ný leiðsögn til hellisins i Betlehem, og þeir
krupu á kné fyrir barninu, lutu liöfði og sögðu: „Yér
færum þér gullskálar fullar af reykelsi og dýrmætum
kryddjurtum. Þú skalt verða mesti konungurinn, sem
lifað hefir á jörðinni allt frá sköpun hennar, unz hún
líður undir lok“. Þá lagði harnið hönd sína á höfuð þeim,
og þegar þeir stóðu upp, sjá, þá hafði það gefið þeim
gjafir, meiri en konungur Iiefði mátt veita. Þvi að gamli
betlarinn var orðinn ungur og lioldsveiki maðurinn lieil-
brigður og blámaðurinn fagur, hvítur maður. Og menn
segja, að þeir hafi verið svo glæsilegir, að þeir hafi orð-
ið konungar hver í sínu riki, þegar lieim kom.