Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 37

Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 37
Kirkjuritis. Konungur Passíusálmanna. 339 um það, að bvggja bænina jafnan á Guði en ekki eigin byggjuviti. En svo kveÖur við siðasti þáttur sálmsins, versin 19.— 22., þar sem stef beggja liinna þáttanna eru ofin saman á meistaralegan hátt, og þó ávalt sitt með hverju móti til þess að þreyta ekki eða ofþyngja. í 19. versi eru bæði orðin: Vertu Guð faðir faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. í 20. versi er höndin tvisvar nefnd, í 21. versi bæði orðin. En í lokaversinu, 22., má segja, að bæði orðin séu „fólgin" að liætti rímnaskálda, en gert á svo fagran liátt, að aðdánn hlýtur að vekja: Minn Jesú, andláts orðið þitt — „faðir“ í þínar „hend- ur“. Þetta andlátsorð, fgðirinn og höndin, skal verða kristnum manni samferða í lífi (2. vísuorð) og dauða. En þessi meistaralega samsetning, komjíósitión, sálms- ins er þó ekkerl annað en fögur umgerð um sjálft lista- verkið, og svo haglega er liún gerð, að bún truflar á eng- an hátt. Það þarf athugun til þess að taka eftir benni. Hún eykur gildi verksins án þess að trana sér fram, og er það bæsta stig listar. Sálmurinn er með liægri en öruggri stígandi. Fvrri þátturinn er bæði styttri, fimm vers, og ekki jafn „djúp- fúndinn“ eins og síðari þátturinn. Hann er 9 vers og ort- ur með sívaxandi þunga og tign, og lýkur með lokaversi, 15. versinu, sem er nokkurskonar hvíldarvers, líkt og 17. versið í 48. sálmi, er síðar verður talað um. En ekkert fær þó jafnast við það, þegar allar raddir ldjóðfærisins kveða við i niðurlagsþætti sálmsins, hin- um milda bænarsálmi: Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, liönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.