Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 40

Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 40
342 Magnús Jónsson. Nóv.-Des. hver, seni hefir þar athvarf inni, frá eilífuni dauða leystur er. V. 13.—14.: Nói lítur út um glugga arkarinnar, og sér þá heiðan hiniin og sól skína að lokum í skelfingum flóðsins. Þetta verður skáldinu tilefni þess vers, sem sumir hafa talið fegursta og dýpsta vers í öllum íslenzk- sálmakveðskap: Gegnum Jesú lielgast hjarta i himininn upp eg líta má, GuSs míns ástar birtu bjarta bæði fæ eg að reyna’ og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. Nú var vandi fyrir Hallgrím að þurfa ekki að lækka flugið. En hann gerir það ekki. Liking næsta vers, 15. versins og heimfærsla liennar í 16. versi er, ef mögulegt væri, enn þá stórkostlegri, enda beitir Hallgrímur töfr- um málsnilldar sinnar hér svo, að fáa sina líka mun eiga. Móses slær drykkjarvatn af kletti í eyðimörkinni og bjargar lífi lýðsins þannig með Guðs hjálp, og á sama liátt slær Guð svaladrykk hjálpræðisins af hjarta son- arins. Þá sjálfur Guð á sonarins hjarta sínum reiðisprota slær, um heimsins áttar alla parta út rann svalalindin skær; sálin við þann brunninn bjarta blessun og nýja krafta fær. Aldrei hefir „reiði Guðs“, þetta hugtak, sem hefir hneykslað marga fyrr og síðar, verið hafið í hærra veldi en hér: Með sprota reiði sinnar slær Guð kærleikans drykk af hjarta Jesú, lífsvonina handa örþreyttu mann- kyninu í eyðimörk lífsins. Og nú lætur Hallgrimur staðar numið. Við þennan brunninn dvelur hann, eins og áður við ásjónu föðursins,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.