Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 41

Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 41
KirkjuritiS. Konungur Passíusálmanna. 343 í 44. sálmi. Hann segir eins og Pétur á ummyndunarfjall- inu: Hér er oss gott að vera: Við þennan brunninn þyrstur dvel eg þar mun eg nýja krafta f<á. í ólýsanlegri hrifningu finnur hann nú allt, sem hann þráir, svaladrykk, skýli, lausn allra vandamála, hreins- un af öllum saurugleika. Og dásamlegast er þó, að Hall- grími skuli í raun og sannleika takast að ljúka þessum „staka andríkissálmi“ með svo liáfleygri lofgjörð, að hún skín eins og djásn á þessu konungshöfði: Hjartans innstu æðar mínar elski, lofi, prísi þig, en hjartablóð og benjar þínar blessi, liressi, græði mig; lijartans þýðar þakkir fínar þér sé, gæzkan eilíflig. Eg hefi nú reynt að lýsa þessum þrem öndvegissálm- um. En þá er eftir að svara sjálfri spurningunni, sem í upphafi var sett fram: Hver er beztur? Mér varð það á i niðurlagi lýsingar minnar á 48. sálni- inuni, að tala um djásn á höfði konungsins, og mætti ef til vill af því ráða, að ég myndi krýna þann sálm kon- Ungskórónunni. Og satt er það, að erfitt er að lesa þann sálm án þessarar tilfinningar, að hér sé maður í návist konungs. En ég er eklci viðbúin að bæg'ja hinum tveimur frá þessu sæti. Ég held næstum því, að ef ég ætti og yrði nú á þess- ari stundu að krýna einhvern þessara sálma lárviðar- sveignum, ])á myndi ég Itiðja hina tvo velvirðingar og krýna 44. sálminn. Og það er af því, að mér finnst hann allt í senn, jafnastur, hafa flest til að bera, er sálm má Pi'ýða, og síðast en ekki sizt, mér finnst tign lians látlaus- ust, eðilegust. Hann er konungbornastur þeirra, ef svo mætti að orði kveða.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.