Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 47

Kirkjuritið - 01.12.1943, Side 47
Kirkjuritið. Ljósgeislinn. 349 henni var leyft að fylgjast með frá upphafi tii enda og lauk fyrir hennar sálarsjónum í himneskum dýrð- arljóma eftir hina háleitu hæn, sem hún ásamt hinu feiga fólki flutti þar i lieitri trú. Öll frásögn frúarinnar er svo lirífandi, að hún er meir en þess verð að koma fyrir almenningssjónir. Ég efasl eklci um, að ritstjórar Kirkjuritsins veiti grein þessari móttöku, enda kann ég ekki að velja henni betri stað. Að síðustu skal það tekið fram, að frú Marta hefir frá harndómi verið orðlögð hæði fyrir gáfur og hreinleika í liegðun, svo að ekki þarf að efasl um það, að allt sé rétt herint, sem hún lætur frá sér fara. Hún er fvrir löngu kunn að því að sjá sannar myndir af því, sem ger- ist í fjarlægð, og draumavitranir hennar eru líka merki- legar. Hernámið vissi hún fvrir af margendurteknum draumum, og í sambandi við það myndi landskjalasafnið lokast fyrir henni, en þá var hún af mesla kappi að af- rita eftir kirkjubókum manntal frá 1810 og þá búin að hreinrita það frá nokkrum sýslum. En þótt henni sé nú, í þeim efnnm, allar hjargir bannaðar, meðan svona standa sakir, hefir hún ekki lagt frá sér pennann, því ættartölur og ýmsan fróðleik ritar hún af miklu kappi, en hyggur lítt til launa. Ég geri ráð fyrir því, að ýmsa, sem lesa þessa frá- sögn frúarinnar, fýsi að vita eitthvað um hana, og með það fyrir augum geri ég þessa grein fyrir henni liér, en vissulega væri ástæða til að skrifa langt mál um svo stórmerkilega konu. Kristleifur Þorsteinsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.