Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 11

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 11
Kirkjuritið. Uppstigning. 5 og veru spor í áttina til fylgdar við Krist. Og síðan liafa margir bætzt við. Þessir lærisveinar Krists eru allir eitt livar sem er á jörðunni, hann vínviðurinn, þeir grein- arnar. Að sönnu hefir sýnilega kirkjan verið margklof- tn og eytt kröftum sínum í innbyrðis deilur og fyrir því reynzt vanmegnug þess að stöðva heimsstyrjöldina miklu. En undursamleg eining á sér stað. Hugsun frum- kristninnar, að kirkjan, samfélag kristinna manna um löndin, sé líkami Jesú Krists, er staðreynd. Andi hans býi’ í raun og sannleika í þeim. Hann er líkamlega ná- laegur hér á jörðinni. í liverju landi lians orð og andi er alltaf lifandi að semja frið. Ljómi hans logar enn af brá og lætur hjörtun brenna. betta samfélag hefir verið að styrkjast á áratugunum fyrir strið og hafið viðtækt starf að einingu með kirkjudeild- unum. Og á stríðsárunum hefir hirtzt sterkur vilji á því að þjóna fremur Guði en mönnum, vilji, sem hvorki hefir látið sér bregða við fangelsi, pyndingar né bana. betta samfélag hefir sannarlega ekki sleppt voninni um uppstigningu mannkynsins úr djúpum spillingar og nauða, uppstigningu til nýs dags, er stafi geislum út í myrkrin og sundri þeim og laugi hnöttinn í bjartara skini en sólin, uppstigningu til nýs himins og nýrrar jarðar, ungs ríkis og fagurs af skauti binnar eilífu æsku — konungsríki Jesú Krists. Enn má kristnin lyfta höfði, eins og lausn hennar sé 1 nánd, og spyrja hann, sem allt sannarlegt líf hennar er frá komið: Herra, ætlar þú á þessum tíma að endurreisa ríkið? IV. Já, verður uppstigning mannkynsins ekki að hefjast nú? Þolir það enn eina heimsstyrjöld? Lifir það hana af? Ofar öllu og í öllu ríkir almáttugur og eilífur Guð,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.