Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 25

Kirkjuritið - 01.01.1946, Page 25
Kirkjuritið. Kirkjan mín, Drottinn minn! 19 veitt hafa hinn fagra draum guðsríkisins í sálum sínum, en staðið hafa andspænis hatramlegum öflum ofbeldis og veraldarhyggju. Og það kemur einnig fram í hug vorn í dag, þegar veröldin er ennþá stödd í stórum vanda, þegar „margar syndir standa móti betran góðra verka og hugarins hreinu lund“. Þó að svo heiti, að slotað sé að meslu fárviðri ófrið- nrins, sem næstum þvi um sex ára skeið geisaði um beim allan, og var stöðugt að færast í geigvænlegra horí', þá fer'þó fjarri því, að friðurinn sé ennþá grundvall- aður á nokkru bróðurþeli, heldur er liann i hili trvggð- l'i' aðeins með valdi. En slíkur friður er enginn guðs- friður. Hin síðustu og stærstu tiðindi um hagnýtingu kjarn- orkunnar til eyðileggingarstarfsins hafa fært ugg að óllum heimi. Því að það tortímingarafl, sem mannkyn- *ð liefir þannig náð tökum á, er svo stórkostlegt, að jafnvel handhöfum þess hrýs hugur við að nota það. Visindamönnunum er það ljóst, að ef notkun þessarar nppgötvunar yrði algeng í næstu styrjöld, þá mundi fljótt bylla undir endalok allrar siðmenningar á jörðinni. Svo Saeti farið, að mannkynið tortímdi sjálfu sér að fullu. betta er hið afarháa fjall þekkigarinnar, sem óvinur salnanna hefir farið með mennina upp á, lil að leiða þá i freistni. „Sjá allt þetta skal ég gefa þér, ef þú íell- oi' fram og tilbiður mig“. Ekki hefir það vantað, að mennirnir liafi tilbeðið valdið og auðinn, jafnvel í þeim mæli, að þeir hafa verið reiðubúnir til að fremja hvern þann glæp, sem til hefir þurft að vinna. Yiljinn hefir verið ærinn að drepa og eyðileggja og steypa í rúst, þar sem ofbeldið, hatrið og veraldarhvggjan hafa setið i óndvegi, og haft heiminn og alla hans dýrð í boði. En þeir, sem fallið hafa fram og tilbeðið Satan, hafa stöð- ugt beðið um stærri fallbyssur, kröftugri sprengikúlur, ægilegri og hræðilegri morðvélar en áður voru til, svo að þetta dásamlega vald yfir heiminum mætti falla

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.