Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 26

Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 26
320 Chr. Westgárd-Nielsen: Nóv.-Des. um að bada úr bókmenntaþörfinni, sem var eðiileg af- leiðing af siðaskiptunum og útbreiðslu prentlistarinnar. Þýðingar iians á erlendum guðfræðilegum ritum voru meira að segja prentaðar löngu eftir dauða hans, 1556, eins og síðar mun minnzt á. Skipa þær og einkum Nýja- testamenntisþýðingin honum á öndvegisbekk i íslenzk- um bókmenntum, en mesta bókmenntaafrek aldarinnar var samt sem áður Guðbrandarbiblía, sem prentsmiðj- an á Hólum lauk við árið 1589. Þessi Biblía ber því nafn aðalritstjórans og útgefandans, hins ötula hók- menntamanns Guðbrands biskups Þorlákssonar, en auð- vitað hefir hann ekki þýtt alla Biblíuna einn síns liðs. Hann hefir haft góðan stuðning' af þýðingum fyrirenn- ara sinna, hefir t. d. tekið upp þýðingu Odds af Nýja lestamenntinu að heita má alveg' óbreytta, en Oddur og aðrir frumkvöðlar siðaskiptanna áttu ennþá meiri þátl i þýðingu Guðbrandarbibliu. Eins og Páll Eggert Óla- son getur um í bók sinni „Menn og menntir" II bls. 562, liafa þeir Oddur Gottskálksson og Gissur Einarsson bisk- up vafalaust hugsað sér að þýða alla Biblíuna, og höfðu þeir þegar skipl verkinu á milli sín. Gissur þýddi Orðs- kviði Salómons og Bók Jesú Síraks. Báðar þessar hæk- ur komu lit árið 1580. Guðbrandur biskup hcfir síðan tekið við starfi þeirra og' öðru, sem búið var að snúa á íslenzku, hann hefir lokið við þýðinguna, rekið smiðs- höggið á hana og látið hana koma út árið 1586. Oddur gerði Nýjatestamentisþýðingu sína eftir þýð- ingu Lúters og Vulgata, eins og Jón Ilelgason hefir sýnl fram á. Hvað biblíuþýðinguna snertir, en þar eru þýð- endurnir margir, er erfiðara að ákveða, hver frumtext- inn liafi verið. Að þýðing Lúthers og Vulgala hafi verið notaðar, er auðvelt að sanna, en þar með er leitinni að frumtextunum ekki lokið. Danska bihlíuþýðingin frá 1550, hin svokallaða „Bihlia Kristjáns þriðja“, hefir einnig haft sína miklu þýðingu, og ennfremur kennir víða sterkra áhrifa frá hinni gömlu norsk-islenzku mið-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.