Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 33

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 33
Kirkjuritið. Um þýðingu Guðbrandarbiblíu. 327 orðavali styðja þá skoðun, að Oddur Gottskálksson muni vera þýðandi nefndra bóka, en þar cru Sálmarnir og Spámannabækurnar hinar merkustu. Og' á sama liátt er hægt — og með enn meiri vissu —- að færa rök að því, að Oddur Gottskálksson liefir þýtl summaríur yfir Sálma Davíðs i „Summaria vfir það gamla testamentið“, sem kom út á prent 1591, og þar sem Guðbrandur Þorláksson er talinn þýðandinn. Þess- um rökum verð ég þó að sleppa í þessu erindi. Páll Eggert Ólason hefir i „Mál og menntir” rannsak- að hin ýmsu handrit, sem lil eru með þýddum köflum af Bihlíunni frá sextándu öld, og hann dregur svohljóð- andi ályktun af þeirri rannsókn og öðrum heimildum, sem til eru uni þýðinguna á Guðhrandarhihliu: „Auk |)ýðingar Nýja-testamentisins eru í Biblíu Guðhrands hvskups að minnsta kosti Davíðssálmar og liklega Spá- mannahækur í þýðingu Odds Gottskálkssonar og senni- lega eittlivað fleira, því að Guðhrandur byskup segir svo sjálfur nokkurum árum eftir að Biblían var komin út (nefnilega í formálanum við Summaria vfir Gamla testamentið, sem kom á prent 1591), að hann hafi nolað „nokkurar aðrar fleiri bækur hins gamla testa- mentis, sem úl hefir lagt Oddur heitinn Gottskálkson" “ (Menn og menntir IV hls. 377). Niðurstöður Páls Eggerts Ólasonar eru efnislega eins og mínar, en liann liefir komizt að þeim eftir öðrum leiðum en ég, en mínar niðurstöður hvggjast á athug- un málsins. En þessar síðustu niðurstöður virðast vera fyllri, þar eð þær telja Odd þýðanda V. Mósebókar, en til dæmis ekki að formála Daníelsbókar, sem eftir orða- vali að dæma virðist þýddar af Guðhrandi biskupi. Það er ennfremur sennilegt, að Oddur hafi þýtt hæði Davíðs- sálma og Summaríum yfir sálma Davíðs, en þá þýð- ingu hefir Guðhrandur Þorláksson tekið í þýðingu sína á „Summaria yfir Gamla testamentið“. Eftirtektarverl er í þessu samhandi, að Jón Egilsson getur þess í Bisk-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.