Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.01.1949, Qupperneq 25
VARNARRÆÐA TERTÚLLIANS 23 og lifum. í sifjaspellum, með mörgu fleira, en um þetta erum vér aldrei spurðir, bara hvort vér séum kristnir. Segjum nú svo, að dómarinn gæti fengið einhvern kristinn mann til að játa það, að hann hefði etið svo sem 100 börn. Það væri þó spor í áttina! En þannig er ekki farið að. Þvert á móti er bannað með lögum að leita uppi kristna menn.“ Með þessu síðasta á Tertúllianus við tilskipun þá, sem Trajanus keisari gaf út og áður hefir verið drepið á. Og snýr hann sér þá næst að því, að sýna fram á, hve vitlaus hún sé. Annað hvort sé um glæpamenn að ræða, sem bæði beri að leita uppi og dæma, eða saklausa menn, er fara megi frjálsir ferða sinna, og beri þá ekki heldur að dæma þá. Þegar nú rómverskir dómarar séu að reyna að fara eftir þessum fyrirmælum laganna, snúist allar venjuleg- ar réttarvenjur í höfðinu á þeim. Aðra kvelji þeir til að játa á sig glæpi, sem þeir hafi framið. En þegar kristnir menn standi fyrir réttinum og játi, að þeir séu kristnir, og séu það, þá reyni þeir að pína þá til að afneita krist- inni trú, og játa þannig því, sem ekki sé rétt. Þó að Tertúllianusi þyki þetta hlálegt, þá skín reyndar það í gegn, að hinir heiðnu dómarar hafa séð, að hér var yfirleitt ekki um miklar sakir að ræða, og einungis verið að reyna að fá átyllu til að sleppa sakbomingum. En með ákefð hinnar hreinu samvizku, reynir Ter- túllianus að knýja þá, sem rit hans lesa, að kjarna málsins: ,,Nafn kristindómsins er svo mjög hatað, að það er notað til að kasta skugga á allt, sem gott er. Menn segja: Cajus Seius er ágætur maður, að öðru leyti en því, að hann er kristinn! Eða: Það er hryggilegt um Lucius Titus, sem annars er skynsamur maður, að hann skuli nú allt í einu vera orðinn kristinn! En gæti það ekki hugsazt, að Cajus væri góður og Lucius vitur, af því að þeir eru kristnir? Eða, að þeir hafi tekið kristna trú, af því að þeir voru skynsamir? Hafi hins vegar einhverjir snúizt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.