Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 27

Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 27
VARNARRÆÐA TERTÚLLIANS 25 móður? Gætuð þér gert nokkuð þvílíkt? Eða haldið þér, að vér kristnir menn séum annars eðlis en þér og vér séum skapaðar mannætur, vér höfum krókódílatennur °g úlfsmaga? En nú skal ég segja yður, hvers vegna þér getið trúað þessari fjarstæðu um oss kristna menn. Það er af því, að dálítið svipað hefir verið framið, ekki af oss, heldur einmitt af yður. Allt fram á daga Tiberiusar var guðin- inum Satúrnusi fórnað börnum í Afríku, og hengdu her- niennirnir þau á trjágreinarnar og stóðu vörð yfir. Þeir geta vitnað um þetta. I Gallíu var gamalmennum fórnað á altari Merkúríusar. Og jafnvel í höfuðborginni Róm er líknesja hins hæsta guðs, Júpíters, þvegin ár hvert í mannsblóði. Já, svei, segið þið: Þetta er ekki nema blóð gladiatoranna! En það er nú mannablóð samt sem áður, og ekki verður Júpiter betri við það, þó hann sé þveginn upp úr blóði vondra manna. Nei, vér drepum ekki böm, en þér drepið þau, svo sem öllum er kunnugt. Nýfæddum börnum varpið þér í vatnið eða berið þau út, svo að þau svelta í hel eða eru etin UPP af hundum. Oss er bannað að fremja morð. Vér fremjum ekki einu sinni fóstureyðingar, en hvað gerið þér? Vér etum ekki menn, hvorki böm né fullorðna. En þér etið kjöt af villidýrum, sem í kappleikjunum hafa rifið í sig mannakjöt. Hvernig ættum vér að eta manna- blóð, þar sem vér jafnvel forðumst að neyta dýrablóðs. Nei, góðir hálsar! Ég skal kenna yður gott ráð. Þér eruð vanir því að prófa, hvort vér emm kristnir, með því að skipa oss að fórna reykelsi frammi fyrir líkneski keisarans. Ef vér neitum því, þá erum vér taldir kristnir. Væri ekki reynadi að fremja þetta próf á þann hátt, að skipa oss að drekka mannablóð, og láta það svo gilda sem sönnun, ef vér gerðum þetta með góðri lyst? Hvað nú ólifnaðinn snertir, þá munuð þér einnig vera sekari þar en vér. Vér höfum ástundað skírlífi í öllum

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.