Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 62

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 62
60 KIRKJURITIÐ þeir kunna að vera í einstöku atriðum, fari varlega í að taka sér úrskurðarvald, þar sem Guð dæmir sjálfur. 1 11. kap. í Kristinrétti Árna biskups segir svo, sbr. bannfæringarbréf Solveigar hér á undan: Hvern kristin mann, sem deyr, skal jarða í kirkjugarði vígðum, enn eigi í kirkju, nema biskups lof sé til. Ódáðamenn skal eigi i kirkjugarði grafa, sem eru drottinssvikarar, morðvargar, tryggðrofar, griðníðingar, þjófar dæmdir, flugumenn og opinberir árásarmenn, bannsettir menn og þeir, sem hend- ur leggja á sig og týna með því sjálfum sér, nema voðaverk verði, svo og þeir, sem telja eður fremja rangan átrúnað fyrir mönnum, svo og opinberir okurkarlar, og þeir menn eður börn, sem eigi ná skírn fyrir dauða. En þessa menn skal grafa utan kirkjugarðs og eigi nær enn í örskots- helgi við túngarð, svo að þar sé hvorki akur né eng, og eigi falli þaðan vötn til bólstaða, og syngja öngvan líksöng yfir. En nokkrir af þeim, sem nú voru upp taldir, utan þjófa dæmda, morðvarga og óskírða menn, mega koma í kirkjugarð, ef þeir fá lausn fyrir dauðann. — Verði nokkur af þeim, sem nú voru skildir, grafnir í kirkjugarð fyrr en þeir hafa leiðrétt sig og eru sáttir við biskup, þá skal hver, sem það lík flytur eður niðurgrefur í kirkju- garði, gjalda biskupi þrjá aura, og grafa upp og kasta úr kirkjugarði, ef skilja má bein þeirra frá annara kristinna manna beinum. — Ströng þykja ákvæði þessi nú á tímum, þegar allir, hvort sem þeir eru kristnir eða ekki, sakamenn eða ekki, eiga leg i vígðum reit skvt. lögum. En þessum fornu ákvæðum var stranglega framfylgt og standa þau að nokkru leyti óbreytt í gildi fram á nítjándu öld. Frá hendi Guðbrands biskups Þorlákssonar höfum vér bréf eitt, sem snertir þetta. Er það á þessa leið: (Til Guðmundar Skíðasonar, prests á Bægisá, 1577). Næst kærlegri þakkargjörð fyrir alla meðkenning, þá vitið, að ég fékk yðvart bréf um kirkjugröft á Neðstalandi, þess sem sig sjálfur hengdi. Undrar mig, að þér skylduð slíkt til bragðs taka, eður ekki eftir spyrja. Kennir þetta

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.