Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 16
Föðurvernd.
RæSa eftir dr. C. J. Bleeker háskólákennara.
Texti:
Drottinn er minn hirðir.
Mig mun ekkert bresta.
Merking þessara orða verður ekki misskilin. Skáldið
játar örugga trú sína á forsjón Guðs. Glaður, hrifinn.
Forsjón Guðs leiðir mennina og verndar þá. Ást hans og
óendanleg speki lætur þá stefna að settu marki.
Orðin eru í samræmi við kjarna kristindómsins: Trúna
á það, að Guð ríki yfir heiminum og stýri hverjum ein-
staklingi, er hann hefir skapað, um margs konar leiðir
honum til sáluhjálpar, stundum í gleði, stundum í sorg.
En getum við tekið undir þessi orð af öllu hjarta, veitt
þeim viðtöku sem höfuðsannindum, er vér reisum á líf
vort? Mér fyrir mitt leyti virðist mörgum veitast nú á
dögum erfitt að treysta forsjón Guðs, nú er svo miklar
hörmungar hafa orðið. Menn efast um það, að til sé kær-
leiksríkur Guð, er annist mannkynið eins og faðir börn sín.
Ég hitti einu sinni prest, sem komst harla einkennilega
að orði um þessi efni. Hann hafði keypt sér bifreið fyrir
skemmstu. Þegar ég heimsótti hann og hann ók mér um
fallegu sveitina sína, sagði hann við mig í léttum tón,
bæði í gamni og alvöru: „Síðan ég eignaðist bifreið, trúi
ég örugglega á forsjónina. Mér verður svo margt á við
aksturinn og liggur svo oft við slysi, að það er kraftaverk,
að ég skuli enn vera á lífi. Það verður ekki skýrt á ann-
an hátt en þann, að forsjón Guðs vaki yfir bifreiðinni
minni.“
Óneitanlega er þetta dálítið einkennileg leið til trúar á