Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 62

Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 62
60 KIRKJURITIÐ hjartnanna með ólíku móti og mennirnir taka á móti boð- skapnum og túlka hann með ólíku móti, eftir vitsmunum, skilningi og tilfinningalífi þeirra hvers um sig. Til sumra kemur kristindómurinn sem snöggt afturhvarf, „eitt augnablik helgað af himinsins náð“ fær öllu breytt, og allt er nýtt. Hjá öðrum kemur hann sem hægfara þróun, eins og mustarðs- korn, sem fyrst er allra korna minnst, svo notuð sé líking meistarans, en vex og nær þroska, unz það stendur með fullu skrúði. — Nú hafði ég alltaf gert mér í hugarlund, að heima- trúboðið legði einkum áherzlu á hina fyrr nefndu leið og helzt ekki gæti talið aðra menn kristna en þá, sem gætu nákvæmlega upp á stað og stund vitnað um afturhvarf sitt. Það undraði mig því, að hér í prestafélagi heimatrúboðsins danska á Norður-Sjálandi átti hin síðarnefnda leið til krist- indómsins, eftir því sem ég bezt gat séð, meira fylgi. En hitt gerðu menn sér fullljóst, að þessar ólíku leiðir miðuðust við ólíka menn og ólíkar aðstæður. Mér varð oft hugsað heim til íslands undir þessum um- ræðum. Mér var hugsað til þess, hversu við innan íslenzku kirkjunnar eyðum kröftunum til að rífa niður hver fyrir öðr- um með trúmáladeilum okkar. Ég þóttist þess fullviss, að þá mætti vænta meiri árangurs, ef andi þessa fundar, sem haldinn var í nafni danska heimatrúboðsins, næði meir út til starfsins. Þegar nokkuð var liðið á umræðurnar, flutti sr. Finnur Tulinius ræðu. Hann ræddi þar um komu sína til íslands síð- astliðið sumar og lofaði mjög allar viðtökur þar. En ekki var hann fyrr kominn inn á umræðuefnið ísland en fundar- menn höfðu nafn sr. Friðriks Friðrikssonar á vörum, og spum- ingum rigndi um hann, líðan hans og starf. Og það má með fullum rétti segja, að sr. Friðrik var uppfrá því umræðu- efnið, starf hans hér í Danmörku og vinsældir. Mér hlýnaði um hjartaræturnar við að heyra lofræðurnar um þennan heitt- elskaða landa minn, og sumum vöknaði um augu, þegar sr. Finnur sagði frá atvikum úr ævi hans. Hann á marga vini í Danmörku ekki síður en á íslandi. Ég sagði, að mér hefði verið undarlegt innanbrjósts, þegar ég með lestinni hélt áleiðis til Melby. Það var nú ekki síður, þegar ég hélt heimleiðis frá fundarstaðnum, en þó nokkuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.