Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 47
Bjartsýni kristindómsins.
i.
Þegar frumkristnin vildi lýsa eðli kristindómsins í sem
skemmstu máli, valdi hún eitt orð um hann: Fagnaðar-
erindi. Hugtakið var þegar til áður í hebresku máli, sögnin
..basar“, sem þýðir: að flytja góð tíðindi. Þessi góðu tíðindi,
þetta góðspjall eða guðspjall var boðskapur Jesú um komu
Guðs ríkis. Hann var þrunginn gleði og bjartsýni.
Enginn minnsti vafi er á því, að þessi skilningur frum-
kristninnar var réttur. Það þarf ekki annað en að lesa
orð Jesú í guðspjöllunum til þess að sannfærast um það.
Þau streyma fram eins og lífið sjálft, og í þeim straumi
má líta sólbjartan himininn. Jesús segir það einnig um
þessi aldahvörf í sögu veraldar, að þau séu gleðitími.
..Verið glaðir og fagnið," segir hann. Já, sælir eru fá-
tækir, syrgjendur, hungraðir, þyrstir, ofsóttir. Þeirra er
himnaríki. Hann líkir samvistunum við lærisveina sína við
brúðkaupsveizlu og spyr: Hvort geta brúðkaupssveinarnir
fastað, meðan brúðguminn er hjá þeim? Og jafnvel á
skilnaðarstundinni kveðst hann munu síðar drekka með
þeim af ávexti vínviðarins í guðsríki. öll þessi mikla gleði
og birta stafar af því, hve Guð er góður, faðirinn á himn-
um, sem lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða
og rigna yfir réttláta og rangláta — elskar hvoratveggju
óþrotlegum og eilífum kærleika. Og jafnvel þótt börnin
hans villist frá honum að drafi svínanna, þá er kærleiki
hans engu að síður hinn sami.
Þrátt fyrir þennan skýra og himintæra boðskap á þvi
máli, sem móðirin talar við barnið sitt, hafa kristnar
kynslóðir stundum horfið frá honum, misst þor og bjart-
sýni og lífsfögnuð frumkristninnar og kristindómurinn