Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 23
NÝ KIRKJA í MÖÐRUDAL
21
handa. Ég gróf fyrir henni haustið 1946 og púkkaði grunn-
mn aleinn; snerti enginn á því annar, og gróf ég þó víða
^iér í öxl og hafði púkkið allt tvöfallt og lamdi saman með
Oárnum og sleggju, svo það raskast ekki. Og næstu ár,
1947—8, kom ég henni undir þak og kláraði að steypa
hana vorið 1948 og fægja hana innan, gólf og veggi. Þar
hl ég fékk fagmann þann bezta, sem völ var á á Akur-
eyri, þann sem húðaði Akureyrarkirkju, Ásgeir Austfjörð,
°g hefi von um að fá hann til að húða kirkjuna héma
utan. Ég á eftir að setja upp loftið ennþá og mála hana
utan og innan. Ég hefi mest unnið að henni einn með
dreng, sem ég hafði, nema hvað sóknarmenn hér flestir
steyptu með mér veggina.
Kirkjan er lítil, innanmál 8V2 X7 álnir, en verður kirkju-
*e§> og falleg, vona ég. Það er loft fremst í henni yfir
dyrum nálægt 2 metra breitt, og fram af þvi eru stórar
dyr fram í miðhæðina á turninum, með sömu hæð, svo
Það rúmast talsvert margir þar uppi. Svo er annað loft
1 turninum ofar, sem er að mestu ofan við þakið á kirkj-
unni og sést því ekki úr þvi inn í hana. En útsýni er þar
fagurt mjög.
Ýmsir góðir menn hafa gefið kirkjunni gjafir.
Vernharður Þorsteinsson menntaskólakennari á Akur-
eyri hefir gefið allar hurðir og að auk 200 krónur, alls
um 1200 krónur.
Og þessir hafa gefið til orgelkaupa:
Ólafur B. Bjömsson kaupmaður, Akranesi ......... 150 kr.
Óskar Jónsson útgerðarmaður, Hafnarfirði........ 600 —
Einar B. Bjömsson bóndi, Eyvindarst. i Vopnaf. . 500 —
Brynhildur Stefánsdóttir Ijósmóðir, Merki, Jökuldal 100 —
Margrét Sigfúsdóttir kennari, Fljótsdalsskólahéraði 100 —
Unnur Thoroddsen, Reykjavík..................... 100 —
Óóra og Margrét Halldórsdætur, Gunnlaugssonar
læknis ........................................ 50 —
Valdimar Snævarr skólastjóri .................... 10 —
öllu þessu fólki kann ég beztu þakkir. Góðvild þess og