Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 49
BJARTSÝNI KRISTINDÓMSINS 47
sitt er ekki annað en drambsemi á hæsta stigi. Þeir ætla
sér að byggja með góðverkum sínum Babelsturn og ráðast
þaðan með valdi á himin Guðs. Þegar þeir reyna að nálg-
ast Guð, þá drýgja þeir einnig með því stóra synd. Já,
öll viðleitni mannsins til þess að verða góður og ávinna
sér með því réttlæti fyrir Guði er mannsins stærsta synd.
Maðurinn sjálfur hefir ekki hæfileika til neins nema þess,
sem illt er. Þess vegna er engin leið til frá honum upp tii
Guðs, heldur aðeins frá Guði niður til hans. Heimurinn ligg-
ur allur í hinn vonda, og mennirnir glataðir og guðvana, nema
þeir örfáu, sem náð Guðs hefur upp fyrir rétta trú, er hann
vekur í hjörtum þeirra. Líf meginhluta mannkynsins verð-
er ekki annað en óttaleg bið eftir dómi Guðs. Þessar trú-
arskoðanir er leitazt við að rökstyðja með fjölda Biblíu-
tilvitnana og jafnvel orðum Jesú sjálfs í Samstofna guð-
spjöllunum. Má þar einkum tilnefna málsgreinina: Ef nú
þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar
góðar gjafir, hversu miklu fremur mun þá faðirinn af
himni gefa þeim heilagan anda, sem biðja hann?
Það hlýtur nú að vera ljóst hverjum heilvita manni,
sem hugleiðir þessa kenningu, að hefði Jesús flutt hana,
myndi hún ekki hafa verið nefnd fagnaðarboðskapur.
Hann kennir alveg hið gagnstæða um manninn, að hann
sé Guðs bam. Enginn er svo aumur og syndum hlaðinn,
að hann megi ekki biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Þegar hann segir ,,Ef nú þér, sem vondir eruð,“ þá á hann
alls ekki við það, að mennirnir séu gjörspilltir, heldur,
að þá skorti góðleik Guðs, að í samanburði við hann séu
þeir vondir. Hann segir líka á eftir, að þeir gefi börnum
sínum góðar gjafir, telur það alveg fullvíst. Það mundi
hann ekki hafa gjört, ef hann áliti ekkert gott til í þeim.
Hann talar bæði um góða og vonda menn. Guð lætur sól
sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta
og rangláta. Þannig kemur mannlífið honum fyrir sjónir.
Og er það ekki í raun og veru einnig svo um okkur? Jesús
segir skýrum orðum: Góður maður ber gott fram úr góð-