Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 11
KRISTINDÓMURINN BREGZT ALDREI 9 ljóð. Listaverk lífsins sjálfs er öllum listaverkum æðra. Það er sagt í þjóðsögum vorum, að um hver áramót séu menn staddir á krossgötum og þá komi álfar með allt sitt ginnandi glys til að trylla þá og leiða afvega. Þetta höfum vér sjálfir reynt, og stríðsgróði, fordild og nautnasýki glapið oss sýn og komið út á villigötur. Nú er meir en mál að fara að átta sig. Eina óbrigðula úr- ræðið blasir við. Kristindómurinn, sem aldrei bregzt. Hver, sem auga hefir að sjá, hann sjái. Hver, sem eyru hefir að heyra, hann heyri. Ef kristin kirkja Islands — ef allir kristnir menn á Islandi leiða þjóðina í heild til að velja þetta bjargráð, þá mun ekki aðeins birta yfir henni sjálfri, heldur einnig öðrum þjóðum í augum hennar. Þá mun oss skiljast það, að hjálparvonin nú fyrir heiminn er þar sem alþjóða- samtökin eru að einingu kirkjudeildanna og kennarastétt- arinnar til verndar friði og farsæld mannkynsins. Og þá munum vér allshugar vera með í þeim samtökum. Þessi hreyfing má búast við grimmilegum ofsóknum, vaxandi um sinn ár frá ári, pyndingum og blóðsúthellingum. En píslarvættiskirkja mun enn sem fyrr geta hafið heiminn. Alls ekkert er að óttast. Kirkjan er líkami Krists, eins og hún var nefnd þegar í upphafi. Andi hans upprisins býr enn í dag í brjóstum þeirra, sem á hann trúa, og gef- ur þeim sigur. Tökum þá höndum saman í upphafi nýs árs með djörf- ung, bjartsýni og trú þeirrar æsku, er segir fagnandi: Kristindómurinn bregzt áldrei. Ásmundur Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.