Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 11

Kirkjuritið - 01.01.1950, Side 11
KRISTINDÓMURINN BREGZT ALDREI 9 ljóð. Listaverk lífsins sjálfs er öllum listaverkum æðra. Það er sagt í þjóðsögum vorum, að um hver áramót séu menn staddir á krossgötum og þá komi álfar með allt sitt ginnandi glys til að trylla þá og leiða afvega. Þetta höfum vér sjálfir reynt, og stríðsgróði, fordild og nautnasýki glapið oss sýn og komið út á villigötur. Nú er meir en mál að fara að átta sig. Eina óbrigðula úr- ræðið blasir við. Kristindómurinn, sem aldrei bregzt. Hver, sem auga hefir að sjá, hann sjái. Hver, sem eyru hefir að heyra, hann heyri. Ef kristin kirkja Islands — ef allir kristnir menn á Islandi leiða þjóðina í heild til að velja þetta bjargráð, þá mun ekki aðeins birta yfir henni sjálfri, heldur einnig öðrum þjóðum í augum hennar. Þá mun oss skiljast það, að hjálparvonin nú fyrir heiminn er þar sem alþjóða- samtökin eru að einingu kirkjudeildanna og kennarastétt- arinnar til verndar friði og farsæld mannkynsins. Og þá munum vér allshugar vera með í þeim samtökum. Þessi hreyfing má búast við grimmilegum ofsóknum, vaxandi um sinn ár frá ári, pyndingum og blóðsúthellingum. En píslarvættiskirkja mun enn sem fyrr geta hafið heiminn. Alls ekkert er að óttast. Kirkjan er líkami Krists, eins og hún var nefnd þegar í upphafi. Andi hans upprisins býr enn í dag í brjóstum þeirra, sem á hann trúa, og gef- ur þeim sigur. Tökum þá höndum saman í upphafi nýs árs með djörf- ung, bjartsýni og trú þeirrar æsku, er segir fagnandi: Kristindómurinn bregzt áldrei. Ásmundur Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.