Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 36
34
KIRKJURITIÐ
nema í minningunni. Söfnuðir hins forna Bægisárpresta-
kails hafa nú með andláti síra Theódórs Jónssonar kvatt
að fullu hálfrar aldar sáðmann og andlegan leiðtoga.
Bægisárstaður drúpir í söknuði yfir þessum afdrifaríku
þáttaskiptum í sögu sinni. Síðasti presturinn er látinn. Kyn-
slóðir Bægisárpresta eru famar — og koma ekki aftur.
Ein greinin af menningar- og trúarmeiði þjóðarinnar er
af höggvin. —
Theódór Jónsson var fæddur að Auðkúlu í Húnaþingi
16. maí 1866. Voru foreldrar hans Jón prófastur Þórðar-
son og Sigríður Eiríksdóttir, sýslumanns Sverresen. Stúd-
ent frá Latínuskólanum í Reykjavík 6. júlí 1886 og guð-
fræðikandídat frá Prestaskólanum 24. ágúst 1888. Stund-
aði barnakennslu næstu 2 árin, unz honum var veitt Bæg-
isárprestakall 12. júní 1890 og vígður þangað 29. júní s. á.
Þar var hann óslitið prestur þangað til hann fékk lausn
frá embætti 1. júní 1941. Samkvæmt lögum bar honum
að segja af sér 1936, en eftir einróma beiðni safnaða sinna
fékk hann leyfi til að sitja áfram næstu árin. Síðan 1941
hefir hann setið á Bægisá og þar andaðist hann 5. okt. s.l.
Síra Theódór kvæntist á Akureyri 28. apríl 1898 Jó-
hönnu Valgerði Gimnarsdóttur prests Gunnarssonar að
Svalbarði og Ljósavatni, sem lifir mann sinn. Þau eign-
uðust 3 dætur: Sigríði, kennslukonu, Valgerði (látin) og
Kristjönu, stúdent.
Útför síra Theódórs fór fram að Bægisá 18. okt. að við-
stöddu fjölmenni. 'Þar fluttu ræður síra Sigurður Stef-
ánsson á Möðruvöllum, sira Eiríkur Brynjólfsson á Út-
skálum (systursonur síra Theódórs) og undirritaður.
Prestar bám kistuna úr kirkju til grafar. Bar útförin fagr-
an vott um vinsældir þær og virðingu, sem hinn látni
sóknarprestur átti í hugum safnaðamia, er hann hafði
þjónað svo lengi. Síra Theódórs Jónssonar verður alltaf
minnzt með einlægum hlýhug sökum mannkosta sinna,
alúðar og gáfna. Blessuð sé minning hans.
Friðrik J. Rafnar.