Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 17
FÖÐURVERND 15
einhverja dýrlegustu hugsjón kristindómsins í daglegu lífi,
ekki sízt fyrir prest.
En ég ætla engu að síður að biðja yður að líta alvar-
lega á þessi orð. I þeim felst sannleiksneisti. Vér skulum
líta á þau eins og nokkurs konar líkingu. Er það svo erf-
itt að sjá, að einstaklingurinn og jafnvel mannkynið allt
lifir með sama hætti og þessi prestur: Ekur bifreið sinni
ungæðislega sér til gamans og skemmtunar á fleygiferð
eftir vegum veraldar Guðs, án nokkurs ákveðins tak-
marks, lætur bara löngun sína ráða og skortir skilning
gersamlega á öllum þeim þjáningum, er hann kann að
valda öðrum með gáleysi sínu, og á hættunum, sem ógna
þeim.
Ég man kafla ævi minnar, er ég var í miklum nauðum
og vissi ekki, hvaða stefnu skyldi taka. Á þeim dögum
ferðaðist ég eitt sinn í bifreið um nokkurn hluta landsins
míns, sem ég hafði aldrei áður séð. Allt í einu greip sú
hugsun mig heljartökum, að líf mitt og margra annarra
væri eins og akstur um ókunnugt land og að ókunnu
marki. ökumaður var traustur það sinn. En vissulega stýr-
ir stundum sá maður vagni lífsins, er skortir alla ábyrgð-
artilfinningu.
Árum saman hefir það hvílt á mér eins og mara, að
nútímakynslóðin æki ævivagninum með þeim hætti, að
stórslys myndi af hljótast. Og slysið er orðið, heimsstyrj-
öld, ægilegri en nokkur hugur fær rúmað, hrun, rústir.
En þó þurfum vér ekki að örvænta. Vér berjumst fyrir
betra lífi. Fyrir réttlæti og friði, hugsjónum lýðræðis,
frelsi kristinnar kirkju og samvizkufrelsi. Vér erum sann-
færðir um, að fórnirnar, sem vér höfum fært, verði ekki
til einskis né ávaxtalausar. Vér finnum, að það er satt,
sem Biblían kennir: Forsjón Guðs gætir mannanna og
mannkynsins. Hann vill láta oss hvílast á grænum grund-
um og leiðir oss að vötnum, þar sem vér megum næðis
njóta.
Ég vitna aftur til þessara einkennilegu orða, sem prest-