Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 29
LÍF OG HEILL 27 reistari umræða um aðra erfð, sem verður þó að teljast gildismeiri. Sú erfð er andinn frá Jerúsalem í samvinnu við rökhyggju spekinga aldanna. Það er yfir þessar tvær menningarerfðir sérstaklega, sem frjáls kristin kirkja hvelfist, og ber að hvelfast, eigi hún ekki að týna lífi sínu. Margir vilja þó vígja sig vitinu einu og aðrir trúnni einni. Er sá háttur hvor um sig jafn fávíslegur. Þó skyldi það undireins áréttað, að það er „andinn, sem mælir yzta baug, <?r æðstu dáðina fremur“. Því að það er hann, sem fer ávalt fyrir til að voga sér á vit sífellt nýrra leyndardóma. En þrátt fyrir það er nauðsynin á samvinnu vits og trúar engu síður brýn. 1 fyrsta lagi vegna þess, að vitið verður jafnan að lokum að skera úr um sannleiksgildi hverra hugsjóna sem er; og í öðru lagi vegna þess, að ,,í augans kasti sést himinn hálfur“. En með aðstoð trúar sést him- ininn allur og dýrð hans. Það er um þessar menningar- erfðir, sem kristnir menn verða að auka verndargæzlu sína, — þó ekki Guðs vegna. Því að hann þarfnast hvorki tilbeiðslu né tilbiðjenda. En mannsins vegna eru tengslin við eilífðina lífsins nauðsyn. Það stendur skrifað í hinni helgu bók, að hina fomu búð Hebreanna hafi ský verndað um daga og eldbjarmi um nætur. Þannig lét Guð þeirra sér annt um þær menn- ingarerfðir, sem bústaður hans hafði að geyma. Búð hans er hér enn á meðal vor — kristin kirkja, og hvelfist yfir sömu verðmæti og áður var, en þó með ríkara innihaldi. Ætla mætti, að Drottinn lífsins léti sér ekki óannara um hana en hina fomu búð Hebreanna. Enda hefir hún vissu- lega notið ríkulegrar vemdar hans, og ekki hvað sízt á stundum hættunnar. 1 eldraunum áranna hefir ,,auglit“ hans farið fyrir henni, og ljós hans lýst henni á leið út í gegnum niðdimmar náttmálablikur. Fyrir því fulltreyst- um vér því, að eins og í árdaga, ,,að dýrð Drottins steig niður yfir húsið, svo að hún fyllti það“, svo muni það fara enn, og hvarvetna þar, sem „fólkið kemur saman til þess að leita Guðs atkvæða“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.