Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 33
Síðasti Bœgisárprestur.
Síra Theódór Jónsson past. emer,
Dáinn 5., jarðsunginn 18. okt. 1949.
Árið 1949 má vera minnis-
stætt íslenzkri prestastétt, svo
stórhöggur hefir dauðinn verið
í garð hennar. Af ekki f jölmenn-
ari stétt en prestastéttin nú er
orðin, er það mikið afhroð, að
með andláti og útför síra Theó-
dórs Jónssonar er hann hinn
áttundi prestvígði maður, sem
til grafar er borinn á þessu ári,
þó að vísu hafi aðeins tveir
þeirra verið starfandi. íslenzka
kirkjan syrgir því um þessi ára-
mót átta af sínum góðu sonum,
sem samtals hafa unnið á akri
hennar í 330 ár, eða að meðaltali rúmlega 41 ár hver. En
með síra Theódóri Jónssyni er kvaddur sá þeirra, sem lengst
hefir starfað sem þjónandi prestur, eða einu ári betur en
hálfa öld, og alltaf á sama staðnum. Enda var hann löngu
búinn að taka því ástfóstri við stað og söfnuð, að frá
Bægisá vildi hann ekki lifandi hverfa.
Þann 18. október síðastl. var síðasti Bægisárprestur-
inn til moldar lagður. „Kynslóðir koma, kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng". Venjulega er það þó svo, að þó að