Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 65
MINNINGAR ÚR PRESTASKÓLA
63
ár mitt í Prestaskólanum komu aðeins 5 í yngri deild, og eru
þeir nú allir látnir.
Stúdentalífið var nú að vísu ekki fjölskrúðugt. Samkomur
voru þó við og við haldnar á Hótel Alexandra, þar sem nú
er Hafnarstræti 16. Hótelstjóri var danskur maður að nafni
Jespersen. Á samkomum þessum voru flutt erindi og umræð-
ur á eftir. Einnig var mikið sungið, og lék Steingrímur John-
sen söngkennari á slaghörpu af mikilli leikni. Var hann einn-
ig ágætur söngmaður. Hann var móðurbróðir Árna Thorsteins-
sonar tónskálds. Formaður stúdentafélagsins í minni tíð var
Klemens Jónsson, þá nýorðinn lögfræðingur frá Hafnarháskóla,
en síðar landritari og ráðherra.
Kennarar við Prestaskólann í minni tíð voru: Helgi Hálf-
danarson, lektor, séra Þórhallur Bjarnarson og séra Eiríkur
Briem, er aðallega kenndi forspjailsvísindi. Séra Helgi lektor
kenndi af lífi og sál og hreif lærisveina sína með andagipt
sinni og kristilegum áhuga, eins og hinir fögru sálmar hans
bera vitni. Séra Þórhallur var ungur og nýkominn að skólan-
um, vel lærður í guðfræði og lipur kennari. Hann var hið
mesta glæsimenni og hinn höfðinglegasti. Hefði sómt sér vel
í hvaða tignarstöðu sem var, og hefði vel mátt heimfæra til
hans ummæli Haralds konungs um Gissur biskup. Séra Þór-
hallur hafði einnig mikinn áhuga á þjóðmálum, sérstaklega
landbúnaðarmálum; gerðist um langt skeið alþingismaður og
lét þar mikið til sín taka, eins og kunnugt er. Kynni okkar
urðu síðar nánari, þar sem hann var þingmaður Borgfirðinga,
og studdi ég hann jafnan eftir mætti.
Um séra Eirík var hið sama að segja, að hann lét mikið
til sín taka í opinberum málum, þar sem hann sat lengi á Al-
þingi, og var einnig lengi annar gæzlustjóri Landsbankans.
En þótt séra Þórhallur og séra Eiríkur hefðu þessi aukastörf
á hendi, var síður en svo, að þeir vanræktu kennslustörfin.
Síra Eiríkur var hár og höfðinglegur maður. Báðir voru þeir
vitrir menn, göfuglyndir og góðgjarnir og nutu því mikils
álits. Þannig máttu allir þessir kennarar teljast ágætismenn.
Margt fleira mætti enn segja um nefnda menn, en til þess er
ekki tími í þetta sinn.
Um námsgreinarnar er það að segja, að mér fannst ofmikið
hlaðið á stúdentana á aðeins tveim vetrum. En að vísu má