Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 13
GÓÐUR GESTUR
11
aðar í litlum bæ. Þaðan fluttist hann þremur árum síðar
til stórrar iðnaðarborgar við þýzku landamærin. Voru
gerðar á hana 30 sprengjuárásir á stríðstimunum. Eitt ár,
1942—3, sat dr. Bleeker í gíslingu í fangabúðum.
Hann varð prófessor í trúarbragðasögu við háskólann
í Amsterdam 1946.
Hann hefir í nær 20 ár verið í stjóm Heimssambandsins,
er vinnur að frjálslyndum kristindómi og trúfrelsi (The
International Association for Liberal Christianity and Reli-
gious Freedom) og er nú varaformaður þess. Hefir hann
ferðazt allmikið á vegum Sambandsins, einkum til Svi-
þjóðar, og flutt þar erindi við Uppsalaháskóla.
Hann varð doktor í guðfræði 1929 fyrir ritgjörð um
egipzku gyðjuna Maat. Siðan hefir hann skrifað ýmsar
merkar bækur um trúarbragðafræði, og eru sumar þeirra
námsbækur við háskólann í Amsterdam.
Dr. Bleeker er hinn fimmti í röðinni, sem flytur Haralds
Níelssonar fyrirlestur, og fyrsti útlendingurinn. En það
var eitt af áhugamálum Haralds prófessors, að Háskóli
Islands byði öðru hverju erlendum vísindamönnum hing-
að heim til fyrirlestrahalds. Að visu mætti búast við, að
erindi á útlendu máli myndu lakar sótt, en úr því mætti
bæta með því að þýða erindin og gefa út á íslenzku.
Dr. Bleeker flutti erindið í hátíðasal Háskólans að kveldi
30. nóv., afmælisdags séra Haralds, en á undan minntist
forseti guðfræðideildar Haralds prófessors með nokkrum
orðum.
Dr. Bleeker mælti á enska tungu langt mál og snjallt
um endurnýjun frjálslyndrar guðfrceði. Var efni þess í
höfuðdráttum sem hér segir:
Frjálslynd guðfræði hlaut að myndast af því, að menn-
ing miðaldanna liðaðist sundur og í Ijós kom, að djúp var
staðfest í milli kenninga kirkjunnar og þeirrar niður-
stöðu, sem frjáls og óháð hugsun gat komizt að. Við-
reisnaröldin lét þetta djúp verða til. Upplýsingaröldin
breikkaði það og uppgötvanirnar glæsilegu á sviði nátt-