Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 61
HEIMSÓKN TIL HEIMATRÚBOÐSINS
59
þegar skírt væri, „því skírnin er oss gefin til að frelsa sálina
en ekki til að eyðileggja líkamann.“ — Síðar hefir hver kirkja
fengið stórt silfurfat, sem sett er yfir skírnarfontinn, svo
skímarlaugin er ekki eins stór. Mörg af þessum skírnarfötum
eru skreytt með rússneska keisaraeminum og talin vera gamalt
herfang.
Aðalumræðuefni fundarins var um kristniboð. Eftir að stað-
arpresturinn hafði innleitt umræðurnar með langri og ýtarlegri
ræðu, var orðið gefið frjálst. — Við heima myndum kannske
fremur hafa kallað umræðurnar, sem á eftir fóru, samræður.
Menn ræddust við um málið, ekki með þeim hátíðleik, að hver
og einn ræðumannanna risi á fætur til að styðja sínar skoð-
anir, heldur frá sætum sínum. Þetta gerði það að verkum.
að fyrr en varði höfðu allir blandað sér í málið, en meiri-
hlutinn sat ekki hjá og hlustaði sem þegjandi múmíur. Ætlun
formælanda hafði upphaflega verið, að umræðurnar skyldu
snúast um kristniboð meðal heiðingja. En það varð fljótlega
ljóst, að flestum fundarmanna fannst trúboð innan safnað-
anna sjálfra fullt eins knýjandi viðfangsefni. Ekki samt svo
að skilja, að heiðingjatrúboð ætti ekki hljómgrunn meðal
þeirra. Gömul slagorð frá fyrstu árum danska trúboðsins
komu þeim í hug, vængjuð eins og þessi: Danmörk á til ná-
kvæmlega þá trú, sem hún flytur út, sem útleggst: Við eig-
um aðeins þá trú, sem við sýnum í verkinu. — En í dag getur
kirkjan ekki lokað augunum fyrir þeirri staðreynd, að hún
á í baráttu á heimavígstöðvunum meir en nokkru sinni fyrr:
Safnaðarvitundin er ekki lengur hin sama og áður. Áhrifa
kirkjunnar gætir ekki sem skyldi í þjóðlífinu og í lífi ein-
staklinganna. Löggjafinn tekur ekki tillit til hugsjóna kirkj-
unnar og lífsskilnings sem fyrr. — Hvað á að gera? — Það
var bent á margar leiðir til að endurvekja áhuga almennings
fyrir boðskapnum og skipuleggja safnaðarstarfið. Og að því
öllu var gerður góður rómur, en eitt var þó nauðsynlegast alls,
kom mönnum saman um: Samvinna, samstarf og eining allra
kristinna manna til sameiginlegra átaka, enda þótt þeir fylltu
ólíka flokka og um sumt hefðu sínar frábrugðnu skoðanir.
Og það var harmað, hvemig nýjum stefnum innan kirkjunnar
hefði stundum verið tekið, t. d. Oxfordhreyfingunni. — Kirkj-
an verður líka að gera sér það ljóst, að Guð talar til manns-