Kirkjuritið - 01.01.1950, Blaðsíða 56
54
KIRKJURITIÐ
ófögnuð. Þjóðin má hafa það til marks, að óhollusta sé
á ferðum, ef henni er boðaður kristindómur á þann hátt,
að hann er alls ekki lengur fagnaðarboðskapur, heldur
hlaðinn eymd og sút. Það er þá ekki boðskapur Jesú
Krists, heldur manna setningar óskyldar honum. Slíkur
boðskapur á alls ekkert erindi íslenzkt í veður.
En kom þú blessað, fagnaðarerindi Jesú Krists. Far
þínum heilaga eldi um hjörtu Islendinga. Gjör þá raun-
sýna á allt, sem þeim er áfátt, en jafnframt bjartsýna á
handleiðslu og hjálp föðurins á himnum í Jesú nafni. Al-
vara lífsins er mikil og sú ábyrgð, sem því fylgir, menn-
irnir verða margt að þola og ganga hver og einn um
dauðans hlið. En yfir þeim vakir um tíma og eilífð óum-
breytanleg og óendanleg ást Guðs. Og hennar mun um
síðir ríkið, mátturinn og dýrðin. Uppspretta allrar til-
veru er kærleiki Guðs, sem birtist í Jesú Kristi. Frá hon-
um, fyrir hann og til hans eru allir hlutir.
Frumtónn fagnaðarerindis Krists hljómar þegar við
fæðing hans:
Dýrð sé Guði í upphæðum,
og friður á jörðu með mönnunum, sem hann hefir
velþóknun á.
Ásmundur GuSmundsson.
A SJÖTUGASTA OG SJÖUNDA AFMÆLISDAGINN.
Þú leiðir mig blinda um lífs míns stig,
líknsemdafaðirinn góði,
og sterkum armi þú styður mig
í straumþungu daganna flóði.
Guðbjörg í Broddanesi.