Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 6
D A G I S E N N
Eftir Lírni Sandell-Berg.
— Dag í senn, eitt augnablik í einu. —
Ó, sú huggun stormum lífsins í.
Ég stend aldrei ein í stríði neinu,
ef ég kvíðalaus til Drottins flý.
Hann mér föðurást og umsjá heitir,
út mér hlutar sérhvern nýjan dag
þörfum lífsins: þreytu’ og hvíld hann veitir,
þrautir, gleði, sorg og unaðshag.
Sérhvern tíma sjálfur hjá oss er hann,
sýnir hverjum degi vissa náð.
Sorg og dagsins mæði með oss ber hann.
Mundu, barn, að hann á kraft og ráð.
Morgundagsins þraut ei þarf að kvíða,
þó að brautin ótrygg virðist mér.
Treysta forsjón Drottins, biðja' og bíða,
boðorð það af honum gefið er.
Veit þú mér, að hvíld og frið ég finni
fyrirheitum þínum, Guð minn, í.
Heilagt orð þitt svali sálu minni,
sundur leysi öll mín harmaský.
Gef að þiggi ég með hjarta hreinu
hverja náðargjöf, sem veitist mér,
dag í senn, eitt augnablik í einu,
unz til landsins góða heim ég fer.
Einar M. Jónsson þýddi.