Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 13

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 13
MINNING 219 Daginn fyrir Þorláksdag lagði Björn af stað í kaupstaðinn. Ekki var hann öfundsverður af þessum túr, því að margar v°ru þarfirnar, m. a. var alveg kola- og olíulaust. Guðrún og bömin sinntu gegningum þennan dag. Veður var sæmilegt. Klukkan níu um kvöldið kom Björn. Bíllinn hafði ekki komizt nema rúmlega hálfa leið. Þungavaran var sótt daginn eftir. Þá var versta veður og bleytuhríð. Aumast þótti Guðrúnu að geta ekki þvegið. Á aðfangadagsmorgun var Guðrún komin á fætur klukkan sex- Ekki hafði hún farið úr fötum um nóttina, aðeins lagt si§ stund undir morguninn. Hún þurfti að hafa bakað til jól- anna áður en yngri bömin vöknuðu. Það var ekki lengi gert. Gún bjó ekki til nema eitt deig, en reyndi að skipta því í mörg aíbrigði, í stað laufabrauðs bakaði hún nokkrar venjulegar hveitikökur. Um leið og kolin komu var hægt að þvo. Um hádegi var þvotturinn orðinn þurr, svo að hægt var að skipta á rúmunum. ®ítir matinn var sett upp vatnið til þess að baða börnin. Aðeins eitt skyggði á. Elsku litlu fallegu drengimir hennar höfðu ekki fengið peysumar sínar og urðu líklega að sætta sig við þær gömlu, þó bættar væm. Sú von hafði lifað í brjósti Guðrúnar, að systir hennar myndi hafa einhver ráð með að k°nia þeim fyrir jólin. Laust eftir hádegi sást maður koma eftir veginum og stefna að Bakka. Reyndist þetta vera mágur Guðrúnar. ^ið komu hans var glatt á hjalla í kotinu. Hann kom með Peysurnar, en auk þess kort og kerti og svolítið gott til þess láta í pokana á jólatrénu. Allt gekk að óskum. Rétt fyrir sex var búið að baða bömin °S klæða. Þama stóð allur hópurinn hreinn og vel búinn. »Jæja, bömin góð,“ sagði Guðrún. „Farið þið nú inn í bað- stofu með Björgu systur ykkar. Hún ætlar að láta kertin á treð. Svo eiga að vera þrjú kerti á hverjum bita. Þið munið eftir að láta kerti á rúmin hjá afa og ömmu, svo að alls staðar sé bjart.“ Bömin vom fljót inn í baðstofu. Allt varð að vera búið, Pegar klukkan slægi sex. Guðrún greiddi hár sitt og fór í reinan kjól. Bjöm hafði búið sig og var kominn inn í bað- stofu. Hann var uppgefinn eftir ferðalagið, en jólagleðin ljóm-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.