Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 26

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 26
232 KIRKJURITIÐ Lárus Arnórsson í Miklabæ og sonur hans, séra Ragnar í Hofsósi, báðir hempuklæddir. Frúr þeirra, sem nefndir eru, voru og viðstaddar. Kirkjugestir, utan safnaðar og innan, fylltu kirkjuna. Var guðsþjónustan bæði virðuleg og hátíðleg. Veður var hið ákjósanlegasta, sólbjart og yndislegt, og jók það enn á hátíðablæinn. Ég sagði í upphafi, að mikill áfangi væri að baki lagður með aðgerð þeirri og umbótum, sem fram hafa farið á kirkjuhúsinu. Því að þótt mikið hafi nú verið gjört og kirkjan sé orðin hið dýrlegasta guðshús, þá vantar þó enn ýmsan nauðsynlegan aðbúnað í húsið, svo sem upp- hitun og ljósabúnað, sem illt er án að vera, ef kirkjan á að vera messuhæf að vetrinum. Ennfremur vantar klukku, hljóðfæri er lélegt, messuklæði fátækleg. Kaleik- ur og patína ekki til. Altarisklæði má segja að vanti, því að altarisklæðið gamla er nú ekki lengur notað sem slíkt. Var það orðið svo slitið með köflum, að það ráð var tek- ið að innramma það, til þess að verja það frekari skemmd- um. Var það frú Lára Kolbeins, sem það lét gera. Á þessu sést, að þótt mikið hafi verið lagfært, þá bíða mikil viðfangsefni enn úrlausnar. En Róm var ekki reist á einum degi. Ekki verður allt gjört í einu. Söfnuðurinn er lítill, aðeins milli 40 og 50 gjaldendur. Hann hefir þegar lagt á sig töluverðar byrðar vegna þess, sem búið er að gera, og mun kosta 40 þúsund krónur. Þó vona ég, að ekki verði látið staðar numið, en hald- ið áfram. Mun flestum skiljast þaö, að enginn verður fá- tækari, þó að hann sjái af nokkrum aurum til að fegra og umbæta hús þau, sem reist eru Guði til dýrðar og ríki hans til eflingar. Bjartmar Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.