Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 27
ALTARISTAFLA DG PRÉDIKUN
í MÆLIFELLSKIRKJU
Aðfaranótt 21. septembermánaðar 1921 skeði sá rauna-
legi viðburður að Mælifelli í Skagafirði, að bærinn og
kirkjan brunnu til kaldra kola á skammri stundu.
Fregn þessi snerti mig sárlega, því að þennan bæ og
þessa kirkju höfðu foreldrar mínir reist, og við þessi hús
y°ru flestar mínar hreinustu og fegurstu bernskuminn-
ingar tengdar.
Kirkjan var reist nokkru síðar, lítil steinkirkja, og ekki
nóg til hennar vandað. Veggir voru ekki einangraðir og
fleira af vanefnum gert. Kirkjan fór því mjög illa og var
^sesta óvistleg. Gekk svo fram um hríð.
Upp úr 1930 fór ég að mála með olíulitum, og kom mér
Þá til hugar að reyna að mála altaristöflu í þessa kirkju
æskustöðvanna, Kom ég að Mælifelli að mig minnir árið
1935 og skoðaði kirkjuna. Datt mér í hug, en þó ekki fyrr
en nokkru síðar, að skemmtilegast væri að mála á sjálf-
nn kórgafl kirkjunnar. Hann er nokkuð á þriðja metra
a breidd og eitthvað svipað frá altari upp í boga.
Fór ég að vinna að undirbúningi þessa og útvegaði mér
nakvæm mál af kórnum. Séra Tryggvi Kvaran var þá
Prestur á Mælifelli, og sendi hann mér pappírssnið af kórn-
nni ofan altaris. Sneið ég nú léreft eftir þessu og fór að
^nna að því að kompónera myndina. Gekk svo mörg ár,
ég teiknaði og málaði og missti kjarkinn því meir, sem
lengra leið. Hætti ég alveg langa tíma, og hugði ég að
ekki yrði úr þessu annað en loftkastalar. Þótti mér leið-