Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 32

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 32
238 KIRKJURITIÐ ekki aðeins ráðsmenn, heldur líka ranglátir ráðsmenn. Eða er það ekki alveg rétt hermt? Við fórum ekki vel með eignir húsbóndans. Og við verðum, áður langt um líður, kölluð fram fyrir hann og hann segir: Gerðu reikn- ingsskap ráðsmennsku þinnar, því að þú átt ekki að hafa hana lengur. Skyldi nokkur maður vera svo blindur eða forhertur, að hann finni ekki eitthvað líkt til og rang- láti ráðsmaðurinn í sögunni, þegar þetta kall kemur frá Guði sjálfum: Komdu og gerðu reikningsskap!? Og í þriðja lagi kennir sagan okkur, hvað við eigum að gera við fjármuni okkar. Ráðsmaðurinn gaf eigur húsbónda síns til þess að afla sér vina og tryggja sér góða vist, þegar hann léti af ráðsmennskunni. Þetta var ekki fallegt eins og á stóð. En Jesús sér á þessa aðra hlið, þá hlið, sem að okkur snýr. Og hann segir: Notið fjármuni ykkar einmitt svona. Notið það, sem faðirinn á himnum hefir fengið ykkur, til þess að afla ykkur þess, sem þið þurfið, þegar ykkar ráðsmennsku lýkur. Notið ykkar jarð- nesku fjármuni og annað, sem þið ráðið yfir, til þess að safna ykkur fjársjóðum í hinum eilífu tjaldbúðum. Eins og Jesús sagði við ríka unglinginn: Far, sel eignir þínar og gef fátækum, og þú munt eignast fjársjóð á himnum. Þannig gat Jesús unnið háleitustu speki og hreinasta siðalærdóm úr sjálfum sora mannlífsins........ Magnús Jónsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.