Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 37

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 37
STEFÁN JÓNSSON, AUÐKÚLU 243 tíma. Þéttbýlið hefir nú sinn tíma. En þar hvorki er né verður þó prestsetrið staður í sömu merkingu og áður. Tilviljun ræður mestu um það, að ég rifja þetta upp. I prestatali sá ég, að einmitt í ár eru liðin 100 ár frá fæð- ingu séra Stefáns M. Jónssonar á Auðkúlu. Og einmitt um Þessar mundir er verið að nema Auðkúlu úr tölu hinna fornu prestakalla. Ég er alinn upp í prestakalli séra Stef- áns. Hjá honum gekk ég undir fyrsta próf á ævi minni. Hann kom í húsvitjun og prófaði lestrarkunnáttu mína. Ég var sex ára, og prestur sagði „ágætt“. Það fannst mér otikill heiður. Síðar yfirheyrði hann mig í kristnum fræð- uoi og fermdi mig. Séra Stefán á Auðkúlu er þvi tengd- Ur æskuminningum mínum. Þótt kynni okkar væru ekki Uijög náin og aldursmunur yfir 40 ár, verður hann mér jafnan minnistæður fyrir ljúfmennsku sína og höfðinglegt yfirbragð. Því er það, að mig langar til þess að leggja litla minningargrein á leiði hans á þessum tímamótum. Er það ekki vonum fyrr, að eitthvert hinna gömlu sókn- arbarna hans taki sig fram um það. En sérhver hlutur Undir himninum hefir sinn tíma. Það lætur að líkum, að mig bresti á margan hátt kunn- Ugleik til þess að lýsa séra Stefáni, störfum hans og æfi- ferli af eigin reynd. Margt af því, sem hér fer á eftir, er skráð eftir heimildum frá öðrum. Foreldrar mínir bjuggu Því nær allan sinn búskap í prestakalli hans. Faðir minn, sem enn lifir, háaldraður, hefir sagt mér um viðhorf sókn- urbama til séra Stefáns og hugarþel sitt og annarra í hans garð. Um ætt og embættisferil hefi ég auk prent- aðra heimilda einkum leitað til séra Björns Stefánssonar, er tók við prestskap á Auðkúlu eftir föður sinn og varð hinn síðasti Auðkúluprestur. # Eullu nafni hét hann Stefán Magnús Jónsson og var f®ddur í Reykjavík h. 18. dag janúarmánaðar 1852. For- eldrar hans vom þau hjónin Jón Eiríksson landfógeta-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.