Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 42

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 42
248 KIRKJURITIÐ leit yfir hópinn og skipaði þeim með þrumandi raust að standa upp. Auðvitað spruttu allir á fætur. Rektor leit yfir hópinn og sýndist þá sem Stefán sæti, því að félagar hans báru höfuð og herðar yfir hann. „No — stattu upp drengur", kallaði rektor til hans. „Ég stend“, segir Stefán. „No — hvaða ósköp ertu lítill.“ Séra Stefáni var þetta atvik jafnan minnistætt. Síðar tognaði svo úr honum, að hann var höfði hærri en flest- ir bændur í prestakalli hans. Að stúdentsprófi loknu tók Stefán upp guðfræðinám í Prestaskóla og lauk þaðan prófi að tveim árum liðnum, vorið 1875. Sex guðfræðingar luku þá prófi. Auk Stefáns voru þeir þessir: Halldór Briem, Jóhann Þorkelsson, Brynj- ólfur Gunnarsson, Sveinn Eiríksson og Tómas Hallgríms- son. Jafna stigatölu og hæsta hlutu þeir Stefán og Halldór. Um þessar mundir máttu prestar eigi vera yngri en 25 ára til þess að hljóta prestsvígslu. Stefán skorti tvö ár í þann aldur. Næsta vetur tókst hann því á hendur kennslu í bamaskóla á Vatnsleysuströnd. Þar var þá mikil búsæld, enda réðust ekki mörg sveitahéruð í slíkan kostnað um þær mundir. Þá var séra Stefán Thorarensen Sigurðsson (1831—1892) prestur á Kálfatjöm, og var Stefán Magnús á vist með honum. Hólmfríður, móðir hans, og séra Stef- án Thorarensen vom þremenningar að frændsemi. Fór hið bezta á með þeim frændum, enda voru báðir söng- menn góðir og unnu tónlist. Vorið eftir sótti Stefán M. Jónsson um aldursleyfi til prestsvígslu og jafnframt um Bergstaðaprestakall í Húna- vatnssýslu, að ráði Péturs biskups. Hvort tveggja var veitt, og vígði biskup hann til kallsins h. 21. maí 1876. Jafn- framt tók þá vígslu nafni hans, Stefán Jónsson prests Sveinssonar, á Mælifelli, læknis Pálssonar i Suður-Vík- Hann vígðist til Mývatnsþinga, en fékk síðar Þóroddsstað í Kinn. Um miðjan júní lögðu þeir nafnar upp til Norður- lands og fóru Holtavörðuheiði. Þótt áliðið væri vors, lentu þeir í stórhríð af norðri og komust hraktir að Stóru-Borg

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.