Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 47

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 47
STEFÁN JÓNSSON, AUÐKÚLU 253 nyti óskiptrar virðingar þeirra, átti hann flesta æskuvini sína og frændur á Suðurlandi. Tveir synir hans stunduðu lika skólanám syðra. Því var það árið 1904, er Stokkseyr- arprestakall losnaði við fráfall séra Ólafs Helgasonar, að séra Stefán sótti um það. Umsækjendur voru 16, enda var brauðið talið í röð hinna tekjuhæstu á landinu. Af Umsækjöndum völdu stiftsyfirvöldin þrjá, þá er mesta verðleika höfðu, og settu á ,,skrá“, sem kallað var. Voru Þeir að þessu sinni séra Jónas Jónasson, Hrafnagili; séra Zóphónías Halldórsson, Viðvík, og séra Stefán M. Jónsson, Áuðkúlu. Um þessa presta átti söfnuðurinn svo að velja. tjrslit urðu þau, að séra Stefán var kosinn lögmætri kosn- lngu með miklum meirihluta atkvæða. Var homxm svo veitt kallið h. 23. ágúst 1904, en nágrannaprestar þjón- uðu til næstu fardaga, er hann hugðist flytjast suður. En uður en sá tími kom, hafði hver einasti bóndi í Auðkúlu- °g Svínavatnssóknum sent honum eindregna áskorun um &ð vera prestur þeirra áfram. Auk þess var frú Þóru þver- uauðugt að fara frá Auðkúlu, þar sem hún var borin og barnfædd. Varð því úr, að séra Stefán afsalaði sér Stokks- eyri. Er talið, að hann hafi tekið þá ráðabreytni 'allnærri Ser, þótt eigi talaði hann margt um eða léti gleði sína. ^að leikur ekki á tveim tungum, að kosningin í Stokks- eyrarprestakalli var mikill persónulegur sigur fyrir séra Stefán. Hann hafði keppt við tvo þjóðkunna klerka og borið sigur af hólmi. Hins vegar lætur hann metnað sinn, einbættisframa og bætt launakjör þoka fyrir óskum nán- ^tu vandamanna sinna og sóknarbarna, sem hann hefur deilt gleði og sorgum með í nærfellt tuttugu ár. Mér virð- lst sem fátt ytri atburða varpi skýrara ljósi á skaplyndi °§ manngildi séra Stefáns en þetta. Hann olnbogar sig ekki fram í lífinu. En í eina skiptið, sem hann tekur þátt 1 keppni við úrvalslið stéttarbræðra sinna, þá reynist hann byngstur á metunum. Menn leita lífshamingju á margan bútt. Sumir sækjast eftir og safna orðum og titlum, en

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.