Kirkjuritið - 01.12.1952, Qupperneq 53
VALLAKIRKJA AÐ KVELDI
259
ásetningur góður, kraftur minni.
Þá var vor í hjarta' og sól í sinni
og sveipuð dýrðarljóma bernskukynni.
Hvað er þetta? — Hvellur klukknahljómur
kveður við í dalnum mínum kæra.
Skyldi' hann vera fólkinu að færa
frelsisboðskap, — máttinn helgra tíða?
Heyrið óminn, lát ei tímann líða,
látið ekki kirkjur tómar bíða.
Nú heyrist mér hann líkur lúðurhljómi
og lúðurinn á mátt, sem vakið getur.
Veit eg sjálf, að vakna þarf eg betur.
Viltu, klukka, hringja? — Hringdu lengi!
Bara, ísland allt þig heyra fengi
og ornað gæti sér við þína strengi.
Vallakirkja, vagga minna drauma,
vegleg er þín smíð í augum mínum.
Hæfir þessi klukka heiðri þínum! —
— Hátt er þar til lofts og vítt til veggja.
Bergmálið fjöll, — þið eigið mátt að eggja
íbúa dalsins krafta fram að leggja.
Nú stend eg hér og ber fram beztu óskir.
Byggi Drottinn húsið, fast það stendur.
Mátt frá honum mannsins öðlast hendur;
mannvit, þekking, fé er gjöf frá hæðum.
Allt, sem hér er gjört í riti' og ræðum
runnið skal frá mennt í kristnum fræðum.
Gamla hús, hinn aldur tugi telur,
tíu ár, unz öldin heil er gengin.
Það, sem verður, vita kann hér enginn;
veit ei neinn, hvað býður næsti dagur.
Ef í ráði Guðs er hús og hagur,
hlýtur hann að verða sæll og fagur.
k.
Hugrún