Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 55

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 55
VEGURINN GÓÐI 261 Allir þrá frið og góða skipun, en baráttan fyrir skipt- um skoðunum eykur einungis glundroðann. Hvers þörfn- umst vér mest? Einhver Norðurálfumaður sagði nýlega: „Vér erum hungraðir, en þó hungrar oss ekki eftir mat, heldur hug- sjónum — hugsjónum, sem miða að því að endurskipa líf einstaklinga og þjóða. Sannleikurinn er sá, að vandamál vor rista dýpra en fjárhagsvandamálin og pólitísku vandamálin. Þau eru hug- sjónavandamál. Sundurleitar hugsjónir keppa um yfirráð- in yfir mannssálunum. Þúsundirnar skipa sér undir merki þeirra, af því að þær sjá ekki á betra völ. Þetta er eng- an veginn ljóst öllum ríkisstjórnum. Þjóð, sem er efna- lega vel stæð, getur verið sjálfri sér sundurþykk hug- sjónalega og því í háska stödd. Leiðtogar, sem þekkja ekki Þá staðreynd, munu duga lítt. Til er vegur, góður vegur meðal ótal refilstiga, góður vegur, sem mannkynið verður að leita og fara eftir. Sá vegur er lagður af Guði. Það er hinn mikli vegur lýð- ræðishugsjónarinnar. Hann mun gefast vel hverri þjóð. Hann liggur í áttina að heimsfriði. Menn hafa á vorum dögum vitandi eða óafvitandi ver- ið knúðir til þess að beina hugsunum sínum í nýja far- vegu. Fólk spyr alstaðar: Hvað segir þú um Kommún- ismann? Það er fróðlegt að sjá, hve óðfúsir sumir eru eftir svar- inu. Aðrir taka að eygja þörfina á breytingu. Allir þekkja einhvem og einhverja þjóð, sem ætti að vera öðruvísi. En fæstir eru komnir svo langt, að þeir sjái að þeir þurfi sjálfir að gjörbreytast. Nú eru dagar gjörbreytinga. Og hianneðlinu er unnt að breyta. Hermaður, sem kynntist Endurvopnuninni siðferðilegu, sngði fyrir skömmu: „Ég hélt, að ég væri Brown liðsfor- lngi, en nú sé ég, að ég er óbreyttur liðsmaður, sem kem fnam fyrir liðsforingjann, sem breytingu veldur.“ Hann hefir fundið veginn góða, veginn, þar sem breyt-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.