Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 59

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 59
VEGURINN GÓÐI 265 er Endurvopnunin siðferðilega — vegur innblásins lýð- ræðis, er mun sameina mannkynið.“ Innblásið hugsjónalíf lýðræðisins er það líf, sem lifa skal, sá vegur, er þræða á. Brýn þörf er á nýrri stjórn- vizku, — stjórnvizku, er leiði til breytingar á mönnunum til batnaðar. Að sama skapi sem menn breytast og batna, komast þjóðirnar á hærra stig og lifa því lífi, að ráðið verður fram úr vandamálunum. Að sama skapi sem menn hlýða á orð Guðs og lifa eftir skipunum hans, munu þjóðirnar öðlast skilning á því, hvemig Guð vill leiða þær. Þetta er vegurinn góði. Allir geta haldið hann. Og all- ir verða að halda hann, alþýðan jafnt og stjómmála- mennimir. Þá er vér leggjum á hann, verður Guð fullkominn vem- leiki. Óttinn hjaðnar niður, og lífið brosir við. Það er eng- in þörf á því að víkja til hliðar. Vegurinn góði liggur beint fram. Bf þér œtliö að beygja til hægri — og ef þér ætlið að beygja til vinstri, þá munuð þér heyra að baki yðar þetta orð: „Þetta er vegurinn, haldið hann.“ Þjóðir munu halda veginn vegna Drottins, Guðs þíns. Og mikill mun verða friður bama þinna. Frank Buchman.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.