Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 62

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 62
í nótt fer elskunnar engill blíður sem andblær hljóður um dimman geim, með blik af eilífðarbjarmans loga og blessun sakleysis til þín heim. Og djúpin Ijóma og draumsól fríða í dýrð um harmskógalöndin skín, er lítill engill með litla vængi lítur fagnandi inn til þín. Hann leikur sér eins og lítill hnokki að litlum geisla frá Drottins sól, og lindarstraumi frá lífsins brunni, sem leitar hjartans, er djúpt sig fól. Þá fyllist stofan af hörpuhljómum, og hjartað þiðnar, sem frosið var, er sérðu Ijósálfinn leyndra sorga við litla engilinn dansa þar. Og burt þeir svífa á björtum vængjum og brosa til þín — og hverfa hljótt. Þú krýpur niður og klökkur biður; og klukkur hringja um jólanótt. SigurZur Kristinn Draumland.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.