Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 62

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 62
í nótt fer elskunnar engill blíður sem andblær hljóður um dimman geim, með blik af eilífðarbjarmans loga og blessun sakleysis til þín heim. Og djúpin Ijóma og draumsól fríða í dýrð um harmskógalöndin skín, er lítill engill með litla vængi lítur fagnandi inn til þín. Hann leikur sér eins og lítill hnokki að litlum geisla frá Drottins sól, og lindarstraumi frá lífsins brunni, sem leitar hjartans, er djúpt sig fól. Þá fyllist stofan af hörpuhljómum, og hjartað þiðnar, sem frosið var, er sérðu Ijósálfinn leyndra sorga við litla engilinn dansa þar. Og burt þeir svífa á björtum vængjum og brosa til þín — og hverfa hljótt. Þú krýpur niður og klökkur biður; og klukkur hringja um jólanótt. SigurZur Kristinn Draumland.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.