Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 66

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 66
N í R ÆÐ I R P R E S T A R 1 kirkju Islands eru nú fimm prestar, sem náð hafa níræðisaldri, og væri fróðlegt að vita, hvort svo hefir verið nokkru sinni fyrr. Elztur þessara presta er séra Þorvaldur Jakobsson, f. 4. maí 1860, þá næstur að aldri séra Kristinn Daníelsson prófastur, f. 18. febr. 1861, þá sér Magnús Bl. Jónsson, f. 5. nóv. 1861, og hefir níræðis- afmæla þeirra allra verið getið hér í ritinu. Hinn 27. september síðastliðinn varð séra Sigtryggur Guðlaugsson prófastur á Núpi í Dýrafirði níræður. Hann á fagran starfsferil að baki, bæði í kennarastöðu og prestsstöðu. Hann gerðist ásamt Guðmundi Hjaltasyni brjóst fyrir lýðháskólastefn- unni á íslandi og reisti Núps- skóla og stjórnaði honum af frábærum áhuga og ósér- plægni um langt skeið. 'Er garðurinn hans jmdislegi, Skrúðurinn, táknræn mynd af gifturíku starfi hans. Allt kennimannsstarf hans hefir verið í sama anda sem kenn- arans, og mun hann hafa komið til nokkurs þroska flestum eða öllum, sem nutu Sr. Sigtryggur GuSlaugsson

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.