Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 71

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 71
SAMTÍNINGUR utan lands og innan. Á' árunum 1946—50 voru 8,7% af hjónavígslum hér á landi framkvæmdar af veraldlegum valdsmönnum. Borgaralegum hjónaböndum hefir farið mikið fækkandi á seinni árum. Árin 1936—40 voru þær fimmfalt fleiri heldur en 20 árum áður og meira en Vs af öllum hjónavígslum á landinu. * Þetta kom mér á óvart, er ég las það nýlega í Mannfjölda- skýrslum hagstofunnar. Ég hafði haldið, að borgaralegar hjónavígslur væru fleiri og þeim færi fjölgandi. Er gott til Þess að vita, að fólk kýs heldur að láta kirkjunnar þjóna leggja blessun sína yfir hjónabandið heldur en gera kaldan borgara- ^egan samning um sambúð sína. * Hitt er aftur á móti ekki eins gleðilegt að lesa það í sömu skýrslum, að einungis 14,5% af kirkjulegu hjónavígslunum fara fram í kirkjunum. Hinar eru framkvæmdar heima hjá Prestinum eða í heimahúsum. Þannig er þetta með aðra »kirkjulega“ athöfn — skímina —, hún fer sorglega og skað- ^eSa sjaldan fram í kirkjunni. Hér í prestakallinu voru þó tæplega 40% af bömunum skírð í kirkju á árunum 1946—50, en ég geri ráð fyrir, að annars staðar, eins og t. d. í Reykja- Vlk, fari langtum færri skímir fram í kirkjunum. * hetta þarf að breytast og það sem fyrst. Það þarf að færa Þessar athafnir inn í kirkjumar — skapa það almenningsálit, að það sé sjálfsagður hlutur, að þar fari þær fram, hvergi arinars staðar. Það mundi hafa meiri áhrif en okkur grunar a kirkjurækni — og yfirleitt rækt fólks við kirkju sína, ef slíkt viðhorf skapaðist í hugum almennings. *

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.