Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 72
278
KIRKJURITIÐ
Að þessu eigum við prestamir að vinna á tvennan hátt:
1) að tala við aðstandendur í hverju einstöku tilfelli og laða
þá til skilnings á því, að athöfnin eigi að fara fram í Guðs-
húsi. 2) að skapa þau skilyrði í kirkjunni, að athöfnin geti
orðið með hlýlegum helgiblæ og í samræmi við tilgang sinn.
*
Þegar prestakallafrumvarpið var til umræðu á þingi s.l. vet-
ur, var mikið um það skrifað í blöðin, meira en nokkurt ann-
að þingmál í langan tíma. Tíminn birti a. m. k. 15 greinar. um
málið. Af greinarhöfundum voru 4 prestar, 6 bændur og einn
kennari í Reykjavík. Flestir voru þeir — að kennaranum und-
anteknum — andvígir fækkun presta.
*
Vei því kirkjufélagi, sem skimar eftir formbótum til að
uppvekja með þeim andlegt líf. Deyjandi maður verður eigi
vakinn aftur til sama lífs, þótt færður sé í hinn fegursta bún-
ing. (Þýtt úr ensku af M. J.).
*
í sókn einni í Nottingham á Englandi hefir það lengi verið
siður að láta skímarvottana undirrita yfirlýsingu um það, að
þeir skuli sjá um, að bömin verði á sínum tíma send í sunnu-
dagaskóla og á annan hátt uppfrædd í kristindómi.
*
„Kirkjurækt Grímsnesinga hefir langmest farið eftir því,
hvemig prestar þeirra hafa verið. Svo er það víðast á íslandi
og um öll kristin lönd“ (B.Th.M. í Nýju kirkjubl. 1912).
*
Læknir einn í New York segir, að í 70% af sjúkdómslýsing-
um sjúklinga sinna komi það fram, að í huga þeirra ríki reiði
og gremja. „Illvilji og öfund gera sitt til að valda sjúkdóm-
um“, segir læknirinn, „og fyrirgefningin er betra meðal held-
ur en nokkrar pillur. Burtséð frá réttum lífemismáta, þá er
það beinlínis hollt og heilsusamlegt að fyrirgefa."
Hér em nokkrar gagnlegar reglur:
1. Vertu ákveðinn í að fyrirgefa. Það er ekki auðvelt að
ráða við tilfinningar sínar, en á sínum tíma muntu samt finna,
að reiðin hverfur.
2. Mundu, hvaða skaða reiðin gerir — ekki andstæðingi Þin'
um — heldur sjáífum þér.