Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 77
INNLENDAR FRÉTTIR
283
Séra Jón Þorvarðsson prófastur
hefir verið skipaður prestur í Háteigsprestakalli, einnig frá
sama tíma.
Bræðralag, kristilegt félag stúdenta,
sendir nú sem fyrr íslenzkum skólabömum um land allt
>.Jólakveðjuna“. Verður hún vonandi komin til allra bamanna
fyrir jólin.
Biskup situr kirkjufundi á Norðurlöndum.
Biskupinn, dr. Sigurgeir Sigurðsson, tók þátt í störfum ým-
^ssa kirkjufunda á síðastliðnu sumri.
Pyrsti fundurinn var aðalfundur Kirknasambands Norður-
landa og haldinn í Danmörku 8.—12. ágúst. Var þar aðal-
umræðuefni efling kristninnar á Norðurlöndum og samstarf
Norðurlandakirknanna.
Næsti fundur var fulltrúafundur prestafélaganna á Norður-
^öndum, og var biskup þar fulltrúi Prestafélags íslands.
£>riðji fundurinn var mjög fjölsótt kirkjuþing í Lundi 15.
~~29. ágúst. Sátu það fulltrúar ýmissa kirkjudeilda heims og
ræddu um aukna samvinnu sín í milli.
Síöasti fundurinn var biskupafundur Norðurlanda og stóð
hann dagana 4.—9. sept. að Hindsgavl á Fjóni.
Kirkjuþingið í Hannover.
Um það skrifar séra Benjamín Kristjánsson Kirkjuritinu
ianga
og athyglisverða ritgerð, og mun hún verða birt ásamt
fáeinum myndum frá þinginu í næsta hefti Kirkuritsins.
^®ra Gísli Brynjólfsson
að Kirkjubæjarklaustri hefir verið settur prófastur í Vestur-
Skaftafellsprófastsdæmi.
^ndurskoðun prestskosningarlaganna.
Þeir alþingismennimir, Jónas Rafnar, Magnús Jónsson og
Sigurður Bjamason, bera fram á Alþingi þingsályktunartillögu
Um endurskoðun prestskosningarlaganna, sem eru í ýmsu úr-
elt orðin.
Q »
era Rögnvaldur Finnbogason,
Prestur að Skútustöðum, hefir sagt lausu embætti sínu og
stUndar nú framhaldsnám í guðfræði í Englandi.