Kirkjuritið - 01.04.1954, Síða 6

Kirkjuritið - 01.04.1954, Síða 6
POUL BRODERSEN: Trén tvö í krossinum. Krossinn er gjörður af tveimur trjám, öðru langsum, hinu þversum. Þetta er ytra einkenni á krossinum, en það boðar með táknrænum hætti sannleikann um krossinn, sem Jesús Kristur þoldi á písl sína. Kross hans varð til, er tveimur mestu meginöflum tilverunnar laust saman: hinu illa og kærleika Guðs. Væri annað þeirra horfið — myndi þessi kross aldrei hafa risið. 1 syndlausum heimi hefði kærleiki Jesú ekki þurft að líða kross og nauð. Og hefði það ekki verið kær- leiki Guðs, sem bjó í Jesú Kristi og knúði hann til þess að fórna sjálfum sér heldur en að sleppa hendinni af mönnunum, þá hefði hann getað bjargað sjálfum sér frá kvalafullum dauða. Synd mannanna reisti upp tréð, en kærleiki Guðs i brjósti Jesú þvertréð. Hann þjáðist og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir syndir mannanna til þess að friðþægja fyrir þær og sigrast á þeim. Vér viljum hugsa um krossinn eins og þar mætist synd heimsins og kærleiki Guðs. Vér viljum láta krossinn fræða oss um það, hvað synd er og hverju hún veldur gagnvart Guði — en jafnframt um það, hvað kærleiki Guðs er og hvað hann hefir afrekað gagnvart veraldarinnar — og vorri — synd. Það voru menn, sem bjuggu Jesú þennan kvalafulla smánardauða. Menn vildu ryðja honum burt, leggja hann að velli. Á vorum tímum má finna mörg skelfileg dæmi þess, hvað mennirnir geta gjört hverir öðrum, þegar sér- staklega stendur á, þrátt fyrir alla fræðslu og menningu.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.