Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 13

Kirkjuritið - 01.04.1954, Page 13
TRÉN TVÖ í KROSSINUM 155 Þrunginn: ,,Ég hefi komizt að því, að einn yðar er lygari. Þess vegna ætla ég að leggja stranga föstu á sjálfan mig.“ Og alvaran yfir Gandni, er hann mælti þetta, og harmur hans og hugsunin um þjáning hans vegna lygi drengsins, hefir rist dýpra en allt annað, sem hann hefði getað gjört við drenginn sjálfan. Þetta er maður, sem gengst sjálfur Undir kvöl til þess að leiða dreng frá lygi til sannleiks. Kross Jesú er heilög, guðleg ást, sem tekur á sig synd alls uiannkynsins til þess að leiða oss aftur til Guðs í áttina a<5 því marki, er hann hefir sett lífi voru. Krossinn, sem táknar útbreiddan faðm Guðs við oss syndugum mönnunum, birtir oss jafnframt sekt vora. Hann vill sigrast á síngjömum vilja vorum og þrjózku °g fá oss til þess að hætta að berjast gegn Guði. Eins og krossinn er hið ytra eitt þvertré lagt á annað tré, þannig vill Guð með krossi Krists lægja dramb vort og eigin- Sirni, svo að vér gefumst honum og hann umbreyti oss °g taki oss í þjónustu sína. Verið hljóð frammi fyrir mynd hins krossfesta. Og um leið og þú horfir á þjáningar Krists, þá skaltu afneita öllu hví í hugsunum þínum, hjarta og lífi, sem á þátt í því að húa þessum kærleik kross, og seg við hann: „Drottinn, veit mér viðtöku eins og ég er. Fyrirgef mér alla synd mína. Tak vilja minn og gjör hann að þín- um vilja. Tak hjarta mitt og lát það verða nýtt. Veit mér bað, að ég megi þjóna kærleik þínum.“ Á. G. þýddi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.